Vefur Ríkisútvarpsins er um margt alveg prýðilegur, þótt Molaskrifari hafi ekki verið alls kostar hrifinn þegar vefnum var breytt nýlega, hefur hann að mestu sætt sig við nýtt útlit. Molaskrifari notar vefinn talsvert, – meðal annars til að sannreyna að hann hafi heyrt rétt, þegar hann hefur þóst heyra einhverja amböguna í fréttum og hefur …
Monthly Archive: desember 2011
Molar um málfar og miðla 800
Það var undarlegt í Spegli Ríkisútvarpsins í kvöld (29.12.2011) þegar rætt var um Norður Kóreu og minnst á bókina Nothing to Envy eftir Barböru Demick, prýðilega bók, að hvorki spyrill né sá sem rætt vart við skyldi geta þess að þessi bók kom út á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Á íslensku heitir bókin Engan þarf …
Molar um málfar og miðla 799
Það ríður ekki við einteyming latmælið í Efstaleitinu. Þá er átt við að þar nenna menn ekki lengur að tala um Ríkisútvarpið heldur heitir þessi þjóðarstofnun nú samkvæmt skipun æðstu yfirmanna bara Rúv og dagskrárkynnir sjónvarps tönnlast í síbylju á hér — á rúv ( með sérkennilegum áherslum ) – rétt eins og hugsanlegt væri …
Molar um málfar og miðla 798
Molaskrifari ákvað að gera nokkurra daga hlé á nöldrinu sem sumir kalla svo fyrir og um jólin, en hefst nú handa að nýju og birtir fyrningar frá því fyrir jól. Lesandi sendi eftirfarandi úr mbl.is á Þorláksmessu og spyr: Hver skrifar eiginlega svona vitleysu? Molaskrifari getur ekki svarað því, en einhver hlýtur að bera ábyrgð …
Molar um málfar og miðla 797
N-Kóreumenn drjúpa höfði sagði í fyrirsögn á mbl.is (19.12.2011). Þeir sem eru hryggir eða daprir drúpa höfði, ekki drjúpa. Að drúpa höfði er að vera niðurlútur, beygður af sorg. En um Norður Kóreu verður seint sagt að þar drjúpi smjör af hverju strái. Þegar Molaskrifari var leiddur inn í hið mikla grafhýsi Kim Il Sungs …
Molar um málfar og miðla 796
Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (16.12.2011) ræddi fréttamaður um daglega neyslu Ísledíka og annar talaði um hamborgarahrygg. Hamborgarhrygg þekkja flestir svo og hamborgara. Hamborgarahrygg er dálitið erfitt að ímynda sér. – Þið eigið að gera betur en þetta! Egill sendi eftirfarandi (15.12.2011): ,,Ég var að hlusta á Ólaf Pál í Popplandi Rásar 2 nú áðan. Hann átti …
Molar um málfar og miðla 795
Í kvöldfréttum Ríkisútvarps (14.12.2011) var sagt oftar en einu sinni að Obama forseti Bandaríkjanna hefði þakkað hermönnum fyrir hugrekki sitt í Írak. Í morgunfréttum daginn eftir var búið að lagfæra þetta og þá sagt að Obama hefði þakkað hermönnunum fyrir frammistöðu þeirra í Írak. Það er undarlega röklaus hugsun þegar Framsóknarþingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir heldur því …
Molar um málfar og miðla 794
Það gefur til kynna ítök íþróttadeildar í dagskrárstjórn Ríkissjónvarpsins að gamalt íþróttaefni skuli endursýnt á besta tíma á þriðjudagskvöldum allan desember og svo er því hótað að allt efnið verði endursýnt á gamlársdag. Þetta er með ólíkindum. Molaskrifari vék að því í Molum gærdagsins (793) að Ríkisútvarpið bryti sínar eigin reglur, reglur sem útvarpsstjóri hefur …
Molar um málfar og miðla 793
Framhaldssaga Kastljóss Ríkissjónvarpsins um starfshætti íslensku bankabófanna verður æ svakalegri. Í gærkveldi (14.12.2011) var það Landsbankinn. Í kvöld væntanlega Glitnir. Takk, Kastljós, fyrir að skýra þetta og setja í samhengi. Ef þetta lið sleppur við refsingar þá er ekkert réttlæti til. Við sjáum hvað setur. Svo þarf að ræða við fólkið sem trúði bófunum fyrir …
Molar um málfar og miðla 792
Þáttur Kastljóss Ríkissjónvarpsins (13.12.2011) um meinta markaðsmisnotkun Kaupþingsforkólfanna. var sannkölluð hrollvekja. Jóhannes Kr. Kristjánsson á hrós skilið fyrir þetta innslag. Að baki þessu lá greinilega mikil vinna og í lokin sló Sigmar hæfilega marga varnagla. En mörgum áhorfendum hlýtur að hafa verið brugðið. Boðað var framhald á þessari umfjöllun, – og koma þá hinir stóru …