Monthly Archive: febrúar 2012

Molar um málfar og miðla 852

Á þensluárunum miklu fyrir hrun voru sjónvarpsstöðvarnar með fasta þætti þar sem bindislausir strákar, svartklæddir, oftast í svörtum skyrtum, ræddu spekingslega um fjármál og fjárfestingar og höfðu skýrar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Ráðleggingum rigndi í allar áttir. Þeir voru alvöruþrungnir og þóttust forvitri. Molaskrifari var við störf erlendis talsvert af þessum tíma …

Lesa meira »

Bessastaðafarsinn eða er það sirkus?

Nýr þáttur hófst í leikhúsi fáránleikans á Bessastöðum í gær. Þetta er samt ekkert þjóðleikhús. Þetta er leikhús eins manns sem leikstýrir og leikur sjálfur aðalhlutverkið. Hann samdi líka textann. En þetta er ekki venjulegur farsi, því verið er að sýna íslensku þjóðinni ókurteisi og lítilsvirðingu. Það hefur enginn forseti áður gert. Ólafur Ragnar er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 851

Áskell skrifar (24.02.2012): ,,Rútan valt þrjá hringi, sagði í fyrirsögn mbl.is Er betra að segja að rútan hafi farið þrjár veltur? Mér finnst það – eða skiptir þetta engu máli? Molaskrifari er Áskeli sammála. Þrjár veltur er betra. Á mbl.is (25.02.2012) er birt tímabær aðvörun frá landlækni þar sem almenningur er varaður við allskyns gylliboðum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 850

Í Fréttablaðinu (23.02.2012) segir: Honum var bjargað úr bílnum sem hafði snjóað inni á fáförnum vegi. Þetta er út úr kú. Bíllinn var fastur í snjó. Það er ekki einu sinni hægt að segja að þetta sé úr ensku, – kannski þó óbeint. Á ensku er snowed in yfirleitt notað um það að komast ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 849

Slor er slóg, innyfli fiska. Tvísagt var í fréttum Ríkissjónvarps (22.02.2012): Það sem áður var talið óætt slor … Þetta var sagt í fréttayfirliti á undan og eftir fréttum. Verið var að tala um grásleppu. Sá sem skrifaði þetta afhjúpar hyldýpi fáfræði. Lesari virtist reyndar litlu fróðari. Grásleppa hefur aldrei verið talin slor á Íslandi. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 848

Þágufallssýkin er lúmsk og læðist víða. Í leiðara Fréttablaðsins segir ( 20.02.2012): Mörgum grunaði að bankarnir stæðu illa. Þarna átti að segja: Marga grunaði að bankarnir stæðu illa. Í sama leiðara segir: Það var handfylli manna sem hafði aðgang að þeim upplýsingum sem fram komu á fundum samráðshópsins. Hvað er handfylli manna ? Molaskrifari getur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 847

Gott var að heyra réttilega talað um þrenn verðlaun í morgunfréttum Ríkisútvarps á sunnudagsmorgni (19.02.2012) þegar sagt var frá verðlaunaveitingum á kvikmyndahátíð. Það er hinsvegar óþarfi að tala um kvikmynd sem svokallað docudrama, – myndin er leikin heimildamynd. Skrifað er á pressan.is (18.02.2012): Ekki eru þó allir sáttir, en einn skóli hefur gengið svo langt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 846

Það þóttu talsverð tíðindi þegar ákveðið var í Bretlandi að svipta fyrrverandi aðalbankastjóra Royal Bank of Scotland aðalstign fyrir skömmu. Hann hafði verið aðlaður fyrir störf sín að bankamálum þegar bankabólan blés sem mest út. Hún sprakk og breska ríkið þurfti að leggja bankanum til milljarða sterlingspunda. Það er kannski ekki rétt að líkja íslensku …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 845

  Í morgunþætti Rásar tvö (17.02.2012) var talað um greiðslugetu bróðursins.  Þetta grunnatriði málfræðinnar er kennt í grunnskólum landsins, – skyldi maður ætla. Í þessum sama þætti voru enskusletturnar á sínum stað hjá hinum sérstaka slúðurfregnritara Ríkisútvarpsins á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna sem talaði um dinner þar sem diskurinn kostaði 38 þúsund dollara.   Sá prýðilegi fréttaþulur/maður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 844

Ummæli Jóns Sigurðssonar forstjóra Össurar um íslensku krónuna á Viðskiptaþingi hafa vakið verðskuldaða athygli, enda stórfrétt. Jón Sigurðsson hefur stýrt þessu glæsilega og öfluga fyrirtæki af snilld. Jón sagði efnislega : Íslenskan krónan er ónýtur gjaldmiðill. Hún er fíllinn í stofunni. Við eigum að taka upp evru og ganga í Evrópusambandið. Þeir sem vilja það …

Lesa meira »

Older posts «