Monthly Archive: mars 2012

Molar um málfar og miðla 873

Hér er dæmi um vonda þolmyndarnotkun á mbl.is (28.03.2012): Milljónir punda hafa nú verið endurheimtar af bæjarráðum Surrey-sýslu í Bretlandi og Reigate and Banstead Borough af innistæðum sem þau áttu í Glitni fyrir hrun. Það fyrsta sem manni dettur í hug er að einhverjum hafi tekist að ná milljónum sterlingspunda frá bæjarráðunum. Svo er ekki. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 872

Fín umfjöllun hjá Helga Seljan í Kastljósi (27.03. og 28.03.2012) um vinnubrögð við sölu sjávarafurða sem ef til vill stangast á við lög. Talsmaður útgerðarmanna átti í vök að verjast. Athyglisvert var þó að heyra hann lýsa miklum kostum þess að allt ferlið væri á vegum eins og sama aðilans, veiðarnar , vinnslan og salan …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 871

Á vef Heimssýnar (sem ætti með réttu að heita Heimsýn, því þar sjá menn ekkert nema heim , ekkert að heiman.) segir 26.03.2012): Auglýsing Evrópusambandsins um byggðastyrki sæmdi sér álíka vel í Landanum og krækiber í helvíti. Hér er orðtakið eins og krækiber í helvíti ekki rétt notað að mati Molaskrifara. Þegar talað er um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 870

Fyrirsögn á mbl.is (24.03.2012): 400 ,,einsamlir úlfar” í Evrópu. Hér er hráþýtt úr ensku, innan tilvitnunarmerkja þó. Á ensku er til hugtakið lone wolf sem notað er um úlf sem ekki samlagast eða fylgir hjörðinni. Í yfirfærðri merkingu er það notað um einfara, þá sem binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Í þessu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 869

Hvað er áfengiseining sem talað var um í fréttum Ríkisútvarpsins (23.03.2012)? Líkleg er þetta einhverskonar aulaþýðing úr ensku. Jóhanna Bogadóttir sendi Molum eftirfarandi (23.03.2012): Mig langar að vekja athygli á orðalagi sem var í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar stendur: Þau voru eldhress skólasundskrakkarnir … Hér ætti augljóslega að vera ÞEIR en ekki …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 868

  Úr grein í DV (21.03.2012) … þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hefði verið mjög handgengur Davíð … Hér hefði blaðamaðurinn átt að skrifa , – sem, var mjög handgenginn Davíð. Að vera handgenginn einhverjum þýðir að vera í nánum tengslum við, nátengdur  eða undirgefinn einhverjum.   Það gerir ekki endasleppt við viðskiptavini sína Ríkissjónvarpið þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 867

Gísli Sigurgeirsson sendi Molum eftirfarandi bréf (20.03.2012): ,,Heill og sæll – og bestu þakkir fyrir pistlana þína. Ungur tónlistarmaður náði að koma frá sér eftirfarandi gullkornum í viðtali á Rás 2 á dögunum: Það eiga mörg vötn eftir að renna til sjávar ….,Ágreiningar hafa verið lagðir til hliðar… ,Styrjaldir fóru á hliðina…Þegar hér var komið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 866

Molavin sendi eftirfarandi (19.03.2012): ,,Ég er hissa á því að fólk sem skrifar undir fullu nafni noti ekki aðgengileg leiðréttingarforrit til þess að koma í veg fyrir augljósar villur – og til þess að læra af því í leiðinni. En sumir hinnar galvösku kynslóðar láta ekkert aftra sér. Allir aðrir fjölmiðlar höfðu nákvæmlega sömu þýðingu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 865

Í morgunfréttum Ríkisútvarps (19.03.2012) var sagt að minnsta kosti fimm sinnum um úrslit forkosninga Repúblikana á Puerto Rico að Mitt Romney hefði sigrað stórt. Ekki fellir Molaskrifari sig við þetta orðalag. Finnst af því enskukeimur, óvandaður meira að segja. Betur var þetta orðað á mbl.is sama dag en þar var sagt að Mitt Romney hefði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 864

Úr frétt á mbl.is (18.03.2012): Mikið frost var á hálendinu og fór frost í Veiðivatnahrauni upp í 24 stig, en þar var kaldast í nótt. Frost fer ekki upp í 24 stig. Heldur niður í 24 stig. Kannski hefur sá sem þetta skrifaði aldrei séð nema stafrænan hitamæli, ekki mæli þar sem núllpunkturinn er nokkurn …

Lesa meira »

Older posts «