Monthly Archive: febrúar 2012

Molar um málfar og miðla 843

Molalesandi sendi eftirfarandi úr mbl.is (14.02.2012): ,,Á mbl.is er fjallað um orðaskipti Steingríms J. og Sigmundar Davíðs. Þar er klaufalega komist að orði í niðurlangi stuttrar fréttar. Þar segir: ,,Hann segir að ekki hafi verið ætlunin að ummælin heyrðust í hljóðritun eða kæmust í fjölmiðla.“ Betra hefði verið að segja: Hann segir að hvorki hafi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 842

Aftur og aftur er í útvarpsfréttum (13.02.2012) talað um að greiða með þegar átt er við að greiða atkvæði með einhverju, styðja eitthvað eða einhvern í atkvæðagreiðslu.. Þetta er eiginlega óskiljanleg villa. Að greiða með er að borga með. Fleirtöluorð halda áfram að vefjast fyrir fólki . Í ambögupistli sérstaks slúðurfulltrúa Ríkisútvarpsins í Hollywood (13.02.2012) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 841

Þegar Ögmundur Jónasson ráðherra í ríkisstjórn Íslands skrifar grein í víðlesið blað undir fyrirsögninni Gotcha sem er amerískt slanguryrði, er ástæða til að staldra við. Svo læra börnin málið sem það er fyrir þeim haft. Molaskrifari er á því að þetta sé ráðherranum heldur til minnkunar, en í greininni ber hann það af sér hafa …

Lesa meira »

Kreppan og ferðalögin

Margir þeirra sem eingöngu lesa leiðara og Staksteina Morgunblaðsins og hlusta á Útvarp Sögu trúa því örugglega staðfastlega að flestar fjölskyldur á Íslandi búi við neyð og hér ríki hungursneyð af völdum illa innrættra stjórnmálamanna, -einkum þeirra sem nú fara með völd. Ekki þeirra sem ollu hruninu. Það á að vera gleymt. Þeir trúa því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 840

Molaskrifari fékk sér gönguferð á laugardagsmorgni (11.02.2012) og hlustaði á Vikulokaþátt Rásar eitt. Í þátttakendavali hafa umsjónarmenn Vikulokanna gjarnan asklok fyrir himin og eru hreint alveg að drepast úr nýjungagirni. Þátttakendur voru Birgitta Jónsdóttir, Hreyfingin, Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Lilju Mósesdóttur (Samstaða, – eitthvað óljóst hver á mest tilkall til þess nafns) og Guðmundur Steingrímsson …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 839

Í fréttayfirliti Ríkissjónvarps (09.02.2012) var sagt: … segir maður sem vinnur að endurskoðun kerfisins. Fréttin var um það hve flókið kerfi almannatrygginga á Íslandi er orðið. Svo kom fram í fréttinni að maðurinn var Árni Gunnarsson fv. alþingismaður, sem fer fyrir starfshópi sem er að endurskoða lög um almannatryggingar. Auðvitað átti að segja deili á …

Lesa meira »

Skemmdarverkið í Skálholti

Skemmdarverkið í Skálholti er enn skelfilegra enn mann óraði fyrir. Hér er átt við svokallaða Þorláksbúð sem Árni Johnsen alþingismaður hefur látið reisa  í Skálholti í nafni hins óljósa félagsskapar sem hann kallar Þorláksbúðarfélagið.   Þessi kofi  ( 35 fermetrar að innanmáli) sem  reistur er nánast í hinum forna kirkjugarði raskar  þar grafarró og spillir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 838

Í kvöldfréttum Ríkisjónvarpsins (08.02.2012) var sagt frá  nýjum drögum að frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið. Í fréttinni var aftur og  aftur talað um Rúv og aftur Rúv. Það er í fullu samræmi við bann útvarpsstjóra við notkun hins rétta heitis stofnunarinnar, sem  að lögum heitir  Ríkisútvarpið. Á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins er hægt að fræðast  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 837

Í DV eru oft fréttir sem ekki sjá dagsins ljós í öðrum miðlum. Á miðvikudag (08.02.2011) var sagt frá því í DV að verjandi Baldurs Guðlaugssonar og hæstaréttardómari hefðu sést saman í bíó. Nú er auðvitað ekkert athugavert við það, nema af því að umræddur dómari á að dæma í máli Baldurs um meint innherjasvik …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 836

Stundum er áberandi í fréttatímum hverju sleppt er að segja frá. Í aðalfréttatíma Ríkissjónvarpsins á mánudagskvöld (06.02.2012) var ekki minnst einu orði á ástand mála í Grikklandi sem rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Dálítið undarlegt. Við fengum hinsvegar ítarlegar fréttir af bandarískum ruðningsbolta. Það var auðvitað afar mikilvægt. Í tíu fréttum Ríkissjónvarps var heldur ekki …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts