Monthly Archive: febrúar 2012

Molar um málfar og miðla 835

Tryggvi Gunnarsson, kennari, skrifar grein í DV (06.02.2012) undir fyrirsögninni Ólöglegur undirskriftalisti. Þar er átt við undirskriftasöfnun sem Óalfur Ragnar Grímsson hefur fengið nokkra húskarla sína til að efna til um að skora á hann að bjóða sig fram að nýju. Ólafur Ragnar sýnir þjóðinni ómælda lítilsvirðingu svo og þeim sem kynnu að vilja bjóða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 834

Blygðunarlaust brýtur Ríkissjónvarpið lögin um bann gegn áfengisauglýsingum á hverjum einasta degi. Þessi lögbrot stjórnenda Ríkisútvarpsins eru lýsandi dæmi um landlægt virðingarleysi fyrir lögum og reglum á Íslandi. Í kvöld (06.02.2012) var Tuborg auglýsing rétt fyrir fréttir. Í nokkrar sekúndur var mynd af bjórflösku í öndvegi á skjánum. Fjörið hefst með Tuborg, segir Ríkissjónvarpið. Svo …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 833

Metnaðarfull var hún sannarlega dagskrá Ríkissjónvarpsins á laugardagskvöldið (04.02.2012). Að loknum fréttum var sýnd ævintýramynd fyrir börn og unglinga, þá endurunnið efni úr Söngvakeppni sjónvarpsins og svo þriðja flokks amerísk bíómynd sem vefurinn Internet Movie Database gefur einkunnina 6,4 (af 10,0 mögulegum). Loks tók við endursýnd kvikmynd. Þetta er með ólíkindum vegna þess að það …

Lesa meira »

Smámunir frá Kína- Gamall kunningi

 Sá  á BBC  eða   ITV í dag að   sendiherra Kína  hjá  Sameinuðu þjóðunum er gamall kunningi, Zhang Yesui. Hann  beitti í  dag neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Kína. Rússar beittu einnig neitunarvaldi. Þannig var felld tillaga Arababandalagsins, Evrópuþjóða og Bandaríkjanna um Sýrland.  Zhang Yesui var áður  aðstoðarutanríkisráðherra Kína og hafði Evrópu á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 832

Í Molum nýlega (828) var vikið að  ruglinu sem ríkir   hjá  hér-á-rúv konuröddinni í Ríkissjónvarpinu því stundum hefst  kvölddagskráin  strax að loknum fréttum  upp úr hálf átta, og   stundum upp úr klukkan átta að loknu Kastljósi. Á miðvikudagskvöld (01.02.22012) keyrði um þverbak. Þá  var okkur  sagt að kvölddagskrá  Ríkissjónvarpsins hæfist á  tíunda tímanum um kvöldið.  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 831

Í fréttum Stöðvar tvö (31.01.2012) um sprengjuna sem sprengd var á Hverfisgötu skammt frá stjórnarráðshúsinu var í inngangi talað um öfluga sprengingu. Í fréttinni var hinsvegar haft eftir lögreglunni að sprengjan hefði ekki verið öflug. Þarna hefur sambandið milli fréttamanns og þess sem skrifaði inngang að fréttinni ekki verið í lagi. Þá var í fréttinni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 830

Molaskrifara var svolítið um og ó, þegar hann heyrði að ræða ætti við Eirík Inga Jóhannsson sem bjargaðist einn fjögurra úr áhöfn togarans Hallgríms sem sökk vestur af Noregi. Afar viðkvæmt og vandmeðfarið. En hann eins og sjálfsagt mikill hluti þjóðarinnar sat límdur við skjáinn í meira en klukkutíma. Einstök frásögn, einstakur maður. Segi menn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 829

Í fréttaheimi engilsaxa mundi fréttatilkynning forsetaembættisins um svokallaðan leiðangur (sic!) forsetahjónanna til Suðurskautslandsins vera kölluð á ensku an extensive exercise in name-dropping. Þar þykir það nefnilega ekki fínt að slá um sig með nöfnum fræga fólksins, alveg vinstri , hægri eins og segir í auglýsingunni til að upphefja eigin persónu og sýna hvað maður sjálfur …

Lesa meira »

» Newer posts