Þágufallssýkin er lúmsk og læðist víða. Í leiðara Fréttablaðsins segir ( 20.02.2012): Mörgum grunaði að bankarnir stæðu illa. Þarna átti að segja: Marga grunaði að bankarnir stæðu illa. Í sama leiðara segir: Það var handfylli manna sem hafði aðgang að þeim upplýsingum sem fram komu á fundum samráðshópsins. Hvað er handfylli manna ? Molaskrifari getur …