Á nýrri ættfræðisíðu Morgunblaðsins er jafnan tvídálkur sem heitir Merkir Íslendingar. Miðvikudaginn 4. apríl var þar sagt frá Sigurði Guðbrandssyni, mjólkurbússtjóra í Borgarnesi, merkum manni og mætum. Um Sigurð segir: En þó Sigurður væri framsóknarmaður hugsaði hann um gæði framleiðslunnar og hag neytenda. Framsóknarmönnum er sem sé ekki alls varnað! Molaskrifari finnur sig eiginlega knúinn …