Molavin skrifaði (03.02.2014): ,,Ferðamálastofa kunngjörir á heimasíðu sinni að Elías Bj. Gíslason hafi verið skipaður ferðamálastjóri í fjögurra mánaða starfsleyfi þeirrar konu, sem gegnir embættinu. Þetta er svo orðað á heimasíðu Ferðamálastofu en hljómar þó einkennilega, þar sem ætla mætti að viðkomandi hafi verið settur tímabundið í embætti. Ferðamálastofa ætti að hafa þetta á hreinu”. Molaskrifari …
Monthly Archive: febrúar 2014
Molar um málfar og miðla 1404
Ævinlega finnst Molaskrifara jafngaman að sjá myndir frá gömlum tíma hér á landi. Þess vegna, meðal annars,var fengur að myndinni um Eimskipafélag Íslands, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á sunnudagskvöld (02.02.2014). Margt fróðlegt þar. Nokkrir hnökrar voru þó í texta og misræmi á tveimur stöðum. Annarsvegar varðandi það hvenær siglingar hófust vestur um haf. …
Molar um málfar og miðla 1403
Molalesandi skrifaði (31.01.2014): ,,Sat við skriftir í nótt og hafði útvarpið opið dágóða stund, Rás 2. Rödd kom inn á heila tímanum og sagði skilmerkilega að ég væri að hlusta á Rás 2 og hvað klukkan var. (þetta gerði viðkomandi á heila tímanum kl. 4, 5 og 6) – Sama rödd kynnti veðurfréttir. Undarlegt …
Molar um málfar og miðla 1402
Athugull lesandi benti Molaaskrifara á þessa frétt á visir.is (30.01.2014): http://visir.is/brynjolfur-haettir-hja-framtakssjodnum/article/2014140139896 Í fréttinni segir: ,,Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands mun láta frá störfum eftir aðalfund sjóðsins þann 27. mars næstkomandi. Brynjólfur óskaði eftir því við stjórnina að láta að störfum og hefur hún fallist á beiðni hans.” Brynjólfur ætlar að láta af störfum, – hætta …