Eldfjallið gaus í gærnótt, sagði fréttamaður Stöðvar tvö á föstudagskvöld (14.02.2014). Æ algengara að heyra þetta. Hvenær var þessi gærnótt? Kunna menn ekki lengur að segja í fyrri nótt eða nótt sem leið? Sennilega ekki. Meira úr sama fréttatíma um þá sem dæmdir voru í hinu svokallaða Stokkseyrarmáli. Sagt var um þrjá sakborninga, að …
Monthly Archive: febrúar 2014
Molar um málfar og miðla 1414
Kristinn Ágúst Þórsson þakkar Molaskrif og segir í tölvubréfi (13.02.2014): ,,Nú er ég af þeirri kynslóð sem þambar gosdrykki af gríð og erg, kannski meira en góðu hófi gegnir. Mér þykir það skjóta skökku við að ölgerð sú er kennir sig við eitt merkasta skáld sem uppi hefur verið hér á landi skuli framleiða gosdrykk …
Molar um málfar og miðla 1413
Molavin skrifaði (13.02.2014): „Formaður Viðskiptaráðs þykir heppilegra að ljúka aðildarviðræðum…“ segir í undirfyrirsögn viðskiptablaðs Mbl. í dag 13. feb. Mistök af þessu tagi, sem enginn virðist prófarkalesa, eru að verða daglegt brauð í fjölmiðlum. Er hugsanleg skýring sú að fréttaskrif séu að mestu að verða í höndum ungs fólks, sem er vanast því að …
Molar um málfar og miðla 1412
Steini skrifaði Molum og benti á þessa frétt á dv.is (11.02.2014): http://www.dv.is/frettir/2014/1/30/logreglan-med-lysingu-manni-sem-grunadur-er-um-ad-byrla-fyrir-stulkum/ ,, Blaðamaður á við að umræddur aðili hafi eitrað fyrir stúlkum. Eða byrlað þeim eitthvað. Ekki byrla fyrir þeim. Annað, þessu skylt. Ekki rétt að taka svo til orða að tilkynnt hafi verið UM eitthvað. Heldur að eitthvað hafi verið tilkynnt. Fallegri íslenska.” …
Molar um málfar og miðla 1411
Molalesandi skrifaði vegna Eimskipafélagsmyndarinnr sem sýnd í Ríkissjónvarpinu sl. sunnudagskvöld (09.02.2014): ,,Sæll Eiður. Mig langaði að gauka að þér mola, vegna skrifa um Eimskipa-þáttinn á RÚV. Í þættinum var með ótrúlegum hætti skautað framhjá atriði varðandi strand Vikartinds. Fullyrðingin í þættinum var eitthvað á þá leið að Gæslan hefði bjargað skipverjum en seinna hefði komið …
Molar um málfar og miðla 1410
Vinur Molanna skrifaði: ,, Finnst einhvern veginn hálf ankannaleg, þessi setning Illuga Jökulssonar á Fésbók i dag: ,,En mikið hefur þá forsetann og nafna minn sett ofan við að taka þátt í þessu leikriti Pútins.” Kannski er ekkert athugavert við þetta, en mér hefði þótt eðlilegra að segja að ÞEIR hafi sett ofan”. …
Molar um málfar og miðla 1409
Góðvinur Molanna í Osló, Helgi Haraldsson, prófessor emerítus sendi eftirfarandi (08.02.2014) vegna fréttar á vefnum dv. is: ,,Það er nógu slæmt að vera með fæðingargalla þó hann sé ekki meðfæddur í þokkabót! http://www.dv.is/folk/2014/2/8/stritt-vegna-augnanna-NV6LPS/ Molaskrifari þakkar Helga sendinguna. Það var góð tilbreyting á laugardagskvöldið (08.02.2014) þegar Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur í Ríkissjónvarpinu sagði okkur veðurfréttir …
Molar um málfar og miðla 1408
Ólafur Sindri skrifaði (006.02.2014): ,,Á vef DV birtist í dag frétt undir fyrirsögninni „Sviðin hækka í Bónus“ (http://www.dv.is/neytendur/2014/2/6/svidin-haekka-i-bonus-4GEFU7/). Heyr á endemi. Hvað hækka sviðin? Kastar svo tólfunum í sjálfri fréttinni þar sem hækkunin er útskýrð með því að „sviðin frá þeim birgja sem Bónus kaupir af voru búin“ – þessi fréttabörn ættu e.t.v. ekki að …
Molar um málfar og miðla 1407
Molavin skrifaði (05.02.2014): ,,Sagt er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag 5. feb. að hinum danska Michael Laudrup hafi verið sagt upp starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Swansea varð fyrst welskra liða til þess að komast í ensku úrvalsdeildina en það gerir Wales-búa ekki að Englendingum né lið Swansea borgar enskt.” Molaskrifari þakkar bréfið. Aldeilis dæmalaus …
Molar um málfar og miðla 1406
Danska sjónvarpið DR 2 sýndi á þriðjudagskvöld (04.02.2014) afar athyglisverða heimildamynd, Leikar Pútíns um undirbúning vetrarólympíuleikanna í Sochi eða Sotji. Um sukkið, sviínaríð og spillinguna í kringum undirbúningsframkvæmdirnar og sitthvað fleira. Meðal annars var rætt við andófsmanninn Gary Kasparov. Ekki varð betur séð en sjónvarpsstöðvar í mörgum löndum hefðu komið að gerð myndarinnar. Sama …