FÓR MIKLUM Glöggur Molalesandi benti á eftirfarandi á mbl.is (13.02.2016): ,,Benedikt Valsson fór miklum í græna herberginu í söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.” Molaskrifari þakkar ábendinguna. Enn eitt dæmið um það þegar fákunnandi fréttaskrifarar fara rangt með orðtök. Þarna hef enginn lesið yfir. Rétt hefði verið: Benedikt Valsson fór mikinn …. Að fara mikinn, merkir venjulega …
Monthly Archive: febrúar 2016
Molar um málfar og miðla 1886
ALGENG MISTÖK Molavin skrifaði (09.02.2016): ,,Bankastjóri stærsta banka Svíþjóðar, Swedbank, Michael Wolf, hefur verið sagt upp störfum…“ segir í viðskiptamogga 9.2.2016. Í þessari setningu er bankastjórinn frumlag. Honum hefur verið sagt upp. Þess vegna ætti að standa „Bankastjóra…hefur verið sagt upp.“ Mistök af þessu tagi eru svo algeng í fjölmiðlum að engu er líkara en …
Molar um málfar og miðla 1885
GÓÐ OG GILD VEÐURORÐ Sigurður Sigurðarson skrifaði (09.02.2016): ,, Sæll, Eiður. Svalt verður í veðri næstu daga á landinu, sagði dagskrárgerðarmaður eða þulur í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins. Þvert ofan í orð mannsins fullyrðir Veðurstofan að frost verði um allt land næstu daga. Á þessu tvennu, svala og frosti, er talsverður munur. Ég skil svala þannig …
FLUGSKÝLISDYR – ALGJÖR STORMUR Í VATNSGLASI
FLUGSKÝLISDYR – STORMUR Í VATNSGLASI Af fréttum í gærkvöldi var að sjá, að flugskýlið, sem Bandaríkjamenn ætla að lappa upp á á Miðnesheiðinni, sé skýlið, sem stendur andspænis gömlu flugstöðinni. Það var lengi kallað Flotaflugskýlið, Navy hangar. Sé þetta rét,t þá er skýlið sextíu ára gamalt. Ég vann í vinnuflokki við byggingu þess sumarið …
Molar um málfar og miðla 1884
MÖR Sigurður Sigurðarson skrifaði Molum (09.02.2016): ,,Sæll, Eiður, Þú afsakar, en ég skellti upp úr þegar ég las þetta í frétt á mbl.is. Fréttin er að vísu sorgleg en það kemur málinu ekki við. Ef menn eru ekki klárir á eintöluorðum, þá er um að gera að giska ekki, heldur skrifa sig framhjá. Í þessu tilviki …
Molar um málfar og miðla 1883
TEXTI ,LJÓÐ OG ERLEND ORÐSKRÍPI VH skrifaði (04.02.2106): ,,Sæll Eiður. Því miður sendi ég þér þennan póst. Því herferð fjölmiðla er á góðri leið með að skemma málið okkar. Eitt af lögum er þátt taka í Söngvakeppninni heitir Kreisí .. en verður ekki neitt íslenskara þó enskt orð sé stafsett uppá íslensku, og er þetta …
Molar um málfar og miðla 1882
OG HÉRNA – HÉDDNA Í mánaðarlegu MR´59 kaffi skólasystkina í liðinni viku nefndi ágæt skólasystir, sem er umhugað um móðurmálið, að Molaskrifari ætti að nefna sívaxandi og bráðsmitandi notkun hikorðsins hérna, og hérna, (frb. héddna). Skrifari tók því vel, enda nefnt þetta nokkrum sinnum í þessum pistlum. Daginn eftir (04.02.2016) var svo ljómandi góð grein …
Molar um málfar og miðla 1881
KEYRENDUR Trausti skrifaði (03.02.2016): ,, Könnunin þykir hafa verið konum hagstæð. Þær voru yfirleitt sagðar hegða sér bílstjóra best á þjóðvegum landsins. Aðeins 6% töldu þær hættulegustu keyrendurna.“ Trausti spyr: ,,Hvort ætli „keyrendur“ séu staðfuglar eða farfuglar? Þurfa ekki fréttabörnin að fara að læra eitthvað? Ég taldi mig hafa mætt tveimur gangandi mönnum í morgun, …
Molar um málfar og miðla 1880
BLÓM OG BLÓMI Molalesandi skrifaði (02.02.2016): ,, Oft er hann broslegur, þekkingarbresturinn. Á vísi.is (http://www.visir.is/noel-eins-og-blom-i-eggi-a-siglufirdi/article/2016160209767) er sagt frá ævintýri ferðalangsins Noel, sem villtist til Siglufjarðar í leit að hóteli við Laugaveginn. Fréttin er undir fyrirsögninni: „Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði“. Akkúrat. Skyldi blaðamaður oft hafa orðið var við blóm í eggjum sínum. …
Molar um málfar og miðla 1879
BANNAÐ BÖRNUM – Síðastliðið sunnudagskvöld (31.01.2016) var allt dagskrárefni Ríkissjónvarpsins frá klukkan 2100 og til dagskrárloka bannað börnum. 21 00 Ófærð. Bannað börnum. 21 55 Kynlífsfræðingarnir. Stranglega bannað börnum. 22 50 Bangsi. Bannað börnum. Nafnið gæti reyndar gefið til kynna að þetta væri barnaefni. Svo var ekki. Þetta var kvikmynd um vaxtarræktarmann, sem …