Hversvegna þarf að notast við orð eins og rafmagnsbatterí í fréttum Ríkisútvarpsins (01.10.2012) þegar við eigum í málinu öndvegisorð eins og rafhlaða og rafgeymir? Það hefur áreiðanlega stungið fleiri en Molaskrifara í eyrun þegar í fjögur fréttum Ríkisútvarps (01.10.2012) var sagt: Undirbúningur og framkvæmd Orkuveitu við niðurdælingu á vatni frá Hellisheiðarvirkjun var ábótavant. Undirbúningi var …