Bæjarstjórn Garðabæjar er einbeitt í þeim ásetningi sínum að eyðileggja hluta Garðahrauns/ Gálgahrauns með allsendis óþarfri vegarlagningu. Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir bæjarstjórnarinnar munu valda skaða sem aldrei verður hægt að bæta. Eyðilagt eldhraun er ekki hægt að byggja upp að nýju. En hér er brotaviljinn svo einbeittur að lög eru teygð og toguð til hins ítrasta. …
Daily Archive: 06/10/2012
Molar um málfar og miðla 1026
Í kynningu á efni Kastljóss (02.10.2012) var sagt: Ríkisendurskoðun vann að annarri skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins en þá sem Kastljós hefur fjallað um… Þetta hefði mátt orða betur . Hér hefði farið betur á að segja: Ríkisendurskoðun vann að annarri skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins en þeirri sem Kastljós hefur fjallað um …