Helgi Haraldsson prófessor emerítús í Osló sendir okkur stundum línu. Hér segir Helgi: ,,Sæll Eiður. Mínum skilningi er ofvaxin sú árátta blaðamanna að nota viðtengingarhátt í belg og biðu, einkum í fyrirsögnum. Af þessu spretta oft gráthlægileg hugmyndatengsl, sbr. m.a.: Óskað eftir ofsóknum í Ríkisútvarpinu: Kristnir sæti ofsóknum í Ísrael http://www.ruv.is/frett/kristnir-saeti-ofsoknum-i-israel ============== DV 1. febr. …
Monthly Archive: febrúar 2013
Molar um málfar og miðla 1125
Í þessum Molum eru þrjú lesendabréf: Dyggur lesandi Molanna skrifaði (31.01.2013); ,,Arthúr Björgvin Bollason er meðal allra áheyrilegustu fréttamanna Ríkisútvarpsins. Honum varð þó á í messunni í fréttaskýringaþættinum Speglinum í gærkvöldi. Þar sagði hann frá heimsókn forseta Egyptalands til þýska kanslarans, frú Merkel. Sagði Arthur Björgvin að Moussi hafi komið til mótsins með „klofinn hjálm …
Molar um málfar og Miðla 1124
Piers Morgan hefur að undanförnu verið með áhugaverða umræðuþætti á CNN um byssufrelsið í Bandaríkjunum. Nýlega ræddi hann við repúblikanann Jan Brewer en hún er ríkisstjóri í Arizona. Brewer vill byssufrelsi og að fólk megi eiga hríðaskotariffla og önnur öflug vopn sem venjulegt fólk hefur ekkert við að gera. Í þætti á miðvikudagskvöld (30.01.2013) talaði …
Molar um málfar og miððla 1123
Blóði verður spillt, segir í texta við auglýsingu um kvikmyndina Lincoln. Auglýsingin var í Ríkissjónvarpinu á miðvikudagskvöld (30.01.2013). Þarna hefur eitthvað skolast til hjá þýðanda sem verið hefur að baksa við að þýða ensku setninguna: Blood will be spilled. Það þýðir reyndar á íslensku: Blóði verður úthellt. Að spilla einhverju er hinsvegar að skemma eitthvað. …