K segir í athugasemd við Molana: „Munntóbakið valdi hrinu krabbameina“. Þetta er fyrirsögn í Fréttabl. í gær (12.002.2013). Þú hefur fjallað um þessa nýju tegund fyrirsagna að undanförnu. – Það er rétt. Prófessor emerítus Helgi Haraldsson í Osló gerði góðlátlegt grín að svona fyrirsögnum í Molum nýlega og nefndi mörg dæmi, sum meinfyndin. Hér …
Monthly Archive: febrúar 2013
Molar um málfar og miðla 1135
Aldís Aðalbjarnardóttir sendi Molum þetta góða bréf (12.02.2013). ,,Sæll, Eiður. Þakka þér fyrir þitt framtak. Margt er það sem hægt er að læra af pistlum þínum. Ég las molann í dag og rakst á eftirfarandi:,,Þar er hinsvegar stundum tekið á málum sem aðrir…“ Ég sé æ oftar að ´hins vegar´ er skrifað í einu orði …
Molar um málfar og miðla 1134
Ýmislegt skolast til, jafnvel hjá stærstu erlendu fréttastofunum. Þannig var í fréttum NBC vestra sagt (11.03.2013), að sjö aldir væru síðan páfi hefði síðast beðist lausnar eða sagt af sér. Þetta er rangt. Það eru tæpar sex aldir síðan þetta síðast gerðist. Gregorý XII sagði af sér 1415. Íslenskir fjölmiðlar höfðu þetta rétt. Við getum …
Molar um málfar og miðla 1133
Ótrúleg var baráttusaga og þrautseigja fjölskyldunnar á Patreksfirði,sem sagt var frá í Kastljósi (12.03.2013). Þetta var vel gert innslag en dapurlegt var að hlusta á fyrrverandi sveitarstjóra afneita öllum vísindarannsóknum á krapaflóðinu. Á sprengidag var sagt í fréttum Ríkisútvarps eftir heimsókn í eldhús Landspítalans að þar hefðu verið framleiddir 3000 réttir þann dag. Eðlilegra …
Molar um málfar og miðla 1132
Í fréttum af óveðrinu og fannferginu vestan hafs fyrir helgina var talað um kafaldsbyl. Molaskrifari hefði notað annað orð. Þetta var ekki kafaldsbylur eins Molaskrifari skilur það orð. Svo var sagt (dv.is)að óveðrið hefi verið snjóstormur. Hrá aulaþýðing úr ensku, snowstorm. Sá sem skrifaði hefur sennilega ekki þekkt hið ágæta orð stórhríð. Ríkissjónvarpið talaði um …
Molar um málfar og miðla 1131
Lesandi þakkar þessa pistla (09.02.2013) og segir: Þær eru margar fyrirsagnirnar í dagblöðunum sem pirra mig. Ein þeirra birtist á bls. 16 í mbl. sl. föstudag. „Látnir bíða innan um veikt fólk“. Þó ég viti að sjálfsögðu að það var ekki átt við látið fólk, finnst mér að það hefði mátt orða þetta öðruvísi: ,,Aldraðir …
Molar um málfar og miðla 1130
Gildishlaðinn inngangur þessarar fréttar úr Ríkisútvarpinu (05.02.2013) er einkar óvenjulegur.: ,,Íslendingur aðstoðar nú Grænlendinga við að koma í veg fyrir arðrán alþjóðafyrirtækjanna og ráðleggur um hvernig auka megi tekjur landstjórnarinnar á Grænlandi og koma í veg fyrir að erlendu stórfyrirtækin hirði allan gróðann og flýji úr landi.“ http://www.ruv.is/frett/5-thusund-kinverjar-til-graenlands – Varla til marks umfagleg og vönduð …
Molar um málfar og miðla 1129
Það er einkar ánægjulegt hve mikið ábendingum um óvandað málfar í fjölmiðlum hefur fjölgað á fasbók. Daglega og oft á dag má sjá ábendingar um það sem betur mætti fara. Vonandi hefur viðleitni Mola haft eitthvað að segja í þessum efnum. Og vonandi verður þetta möbnnum hvatning til að skrifa betur. Lesandi á Húsavík bendir …
Molar um málfar og miðla 1128
Af mbl.is (05.02.2013): Þar var ráðist á húsráðanda og af honum stolin bæði tölva og sjónvarp. Hér hefði farið betur á að segja, til dæmis: Þar var ráðist á húsráðanda og frá honum stolið bæði tölvu og sjónvarpi. Þá er búið að hlýna , var sagt í veðurfréttum Stöðvar tvö ( 05.02.2013). Þá hefur hlýnað, …
Molar um málfar og miðla 1127
Óneitanlega hefur internetið ollið vonbrigðum, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (03.02.2013). Sögnin að valda veldur víða vandræðum. Internetið hefur valdið vonbrigðum hjá sumum. Líkast til þarf sérkennslu til að kenna notkun sagnarinnar á sumum fréttastofum. Valgeir Sigurðsson fyrrum blaðamaður sem heldur vöku sinni í hárri elli og fylgist vel með sendi Molum þessar línur: …