Monthly Archive: október 2013

,,Tökum hann, tökum hann!“

–  Tökum hann, tökum hann, sagði  fílefldur  lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna  í Gálgahrauni í morgun. Að þessu voru mörg vitni. Það var  ekki búið að strengja nein bönd  eða borða, aðeins . henda niður nokkrum röndóttum keilum. Það er álitamál hvort ég var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1331

  Molavin skrifaði (19.10.2013): ,,Fyrirsögn Vísis 19.10. er í alvöru svona: Hugafarið hjá leikmönnum var til fyrimyndar Þessi orð eru svo rituð eins í fréttinni, þannig að varla er þetta innsláttarvilla. Þetta er ekki ,,eðlileg málþróun“ eins og þeir vitna oft til sem líkar ekki umvöndun. Þetta er dæmi um það þekkingarleysi, stjórnleysi og þá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1330

Úr yfirliti hádegisfrétta Bylgjunnar (18.10.2013): Líklegt er talið að pólitísk samstaða náist um það á þingi að gera breytingar á frídögum landsmanna nái tillagan fram að ganga. Þetta las reyndur fréttamaður, Heimir Már Pétursson, án þess að hiksta. Molaskrifari er helst á því að ekki sé heil brú í þessari setningu.   Gunnar skrifaði (17.10.2013): …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1329

  Undirfyrirsögn í DV (16.10.2013): Fyrsta sprengjan vegna Norðfjarðarganganna sprengd. Bull. Sprengja er eitt, sprenging annað. Í fréttinni segir hinsvegar: … og fyrsta sprengingin var framkvæmd á laugardag. Þarna sprakk engin sprengja. Það orðalag er út í hött.   Fyrirsögn í bílablaði Morgunblaðsins (15.10.2013): Rúmgóður akstursbíll er góð blanda. Akstursbíll? Eru ekki allir bílar ætlaðir …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1328

Hafdís benti á eftirfarandi (15.10.2013): ,, RUV 13. okt. 2013 , – Fornar mannvistaleifar í Osló. Fornleifafræðingar hafa fundið 9200 ára gamlan bústað manna í Ekeberg í Ósló. Þetta er elsti mannabústaður sem fundist hefur til þessa í Óslóborg. Hann fannst við rannsókn sem gerð var áður en höggmyndagarður verður opnaður í Ekeberg. Í ljós …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1327

Molavin skrifaði (13.10.2013): ,,Samkvæmt upplýsingum frá Örnólfi Thors, forsetaritari,“ – Svona segir i frétt á síðu sjálfs Ríkisútvarpsins í dag, 13. okt. Vonandi getur einhver á fréttastofunni upplýst þennan fréttamann um að Örnólfur er sonur Margrétar Indriðadóttur, fyrrum fréttastjóra Ríkisútvarpsins og Thors Vilhjálmssonar, rithöfundar. Sem sagt: „frá Örnólfi Thorssyni, forsetaritara…“ Ég hef fullvissu fyrir því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1326

Glöggur Molalesandi sendi eftirfarandi (12.10.2013): ,,Hlustaði í morgun á viðtal við unga konu, viðskiptafræðing, á Bylgjunni. Þar hrutu nokkur gullkorn af vörum, m.a. þessi: ,,Fólk þarf að fara að sparka í rassgatið á sér“ ,,Við þurfum að fara að hætta að bregðast við eftir á og fara að bregðast við fyrirfram“ Og svo datt mér …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1325

Molavin skrifaði (13.10.2013): ,,Jónas Kristjánsson hefur rétt fyrir sér þegar hann fjallar um hnignun hefðbundinna fjölmiðla. Þeir eru að verða gagnslausir þegar bezt lætur og oftar en ekki varhugaverðir vegna hroðvirkni og þekkingarleysis starfsfólks og metnaðarleysis stjórnenda.   Í Vísisfrétt 9. okt. sl. er sagt að íslenzka vegabréfið sé það áttunda bezta í heimi, samkvæmt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1324

Í veðurfregnum (10.10.2013) var talað um veður á norður Snæfellsnesi. Eðlilegra hefði verið, að mati Molaskrifara, að tala um veður á norðanverðu Snæfellsnesi.   Í frétt á mbl.is (10.10.2013) segir: Níu fangar létu lífið í gærnótt í misheppnaðri flóttatilraun … Málglöggur Molalesandi spyr: ,,Skyldi í gærnótt vera í fyrrinótt?” Molaskrifari telur það líklegt, en þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1323

,,Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu síðasta sumar …”, var sagt í fréttum Stöðvar tvö (09.10.2013). Eru fréttamenn hættir að geta sagt í fyrra sumar? Það er engu líkara. Í sama fréttatíma var sagt frá svonefndu snjallúri sem virðist samkvæmt fréttinni til margra hluta nytsamlegt. Kostir úrsins voru tíundaðir í löngu máli og sjálfsagt flest sagt …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts