Utanríkisráðherra lýðveldisins skrifaði grein í Fréttablaðið á þriðjudag (08.102013). Í fyrstu tveimur málsgreinunum eru fjögur dæmi í sex línum um óeðlilega orðaröð í íslensku. Ráðherra skrifar..,, Evrópa er okkar mikilvægasti út flutningsmarkaður. Evrópa er mikilvægasti útflutningsmarkaður okkar. Þangað fara um 80% af okkar vöruútflutningi í dag og rúm 60% af okkar innflutningi eru frá Evrópu. …
Monthly Archive: október 2013
Molar um málfar og miðla 1321
Af mbl.is (07.10.2013): Samtökin fjögur, Hraunavinir, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, og Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, … Hér hefði verið eðlilegra að tala um fern samtök. Ekki fjögur samtök. Margrét skrifaði (07.10.2013): ,,Í gær var sagt frá í fréttum útvarpsins að í norska sjónvarpinu verði sýndur þáttur, þar sem peysa verður prjónuð. Allt frá því maður rýr kind …
Molar um málfar og miðla 1320
Gunnar skrifaði (04.110.2013): ,,Þær sorglegu fregnir berast nú úr Efstaleiti að nafni elsta sjónvarpsþáttar landsins hafi verið breytt úr „Stundin okkar“ í „Stundin Okkar“. Þetta kemur fram í sjónvarpsauglýsingum um þáttinn. Líklega eru þetta bein áhrif frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, en þar er víst lenska að drita upphafsstöfum út um allt. Á íslensku er þetta rangt …
Molar um málfar og miðla 1319
Á forsíðu Sunnudagsmogga (06.10.2013) segir í undirfyrirsögn: Valdi flutti erlendis þegar … Þessi ambaga breiðist út og hefur áður verið nefnd í Molum. (Sjá Molar um málfar og miðla 1311, 26. sept. 2013 http://eidur.is/3224). Valdi fluttist ekki erlendis. Hann flutti til útlanda. Flutti úr landi. Hélt ekki að þetta ætti maður eftir að sjá á …
Molar um málfar og miðla 1318
Trausti skrifaði (02.10.2013) vegna forsíðugreinar í Fréttablaðinu daginn áður: Fyrirsögnin er: ,,Útilokað að fylla skörð læknanna”. Síðan segir: ,,Heimildir Fréttablaðsins herma að hér gæti skapast ófremdarástand liðist teymið í sundur, en það stendur á milli þess að senda þurfi sjúklinga í stórum stíl erlendis til lækninga með gríðarlegum tilkostnaði.“ Svo segir Trausti: ,,Því miður er …
Molar um málfar og miðla 1317
Glöggur Molalesandi skrifaði (01.10.2013): Var að hlusta á eftirmiðdagsþátt Bylgjunnar í útvarpinu á leið heim. Tvímenningarnir, sem stjórna þeim þætti, hófu mál sitt á því að segja að nú væri búið að aflétta trúnaði af fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. ,,Mikið hefur verið rætt um mikil niðurskurðaráform í frumvarpinu. Við fáum nú ekki séð merki þess“, sögðu þeir …
Molar um málfar og miðla 1316
Hversvegna sýnir Ríkissjónvarpið aldrei fréttaskýringaþætti um erlend málefni? Nóg framboð ætti að vera af slíku efni frá Norðurlöndunum, öðrum Evrópulöndum og úr vesturheimi. Nú er til dæmis meiri gerjun á Kóreuskaga en oftast áður, allt upp í loft í stjórnmálum á Ítalíu, alltaf eitthvað mikið að gerast í Kína, ýmis opinber starfsemi í Bandaríkjunum lömuð …
Molar um málfar og miðla 1315
Stöð tvö ætti eiginlega að fá skammarverðlaun fyrir þáttarnafnið Ísland got talent. Skelfilegt heiti. Atlaga gegn tungunni og gæðastimpill á slettu. Fjas um hugverkarétt í þessu samband,- að nota verði enskt nafn er út í hött. Það hefur verið bent á að slíkar reglur gildi ekki í öðrum löndum. Til að bæta gráu ofan …