Monthly Archive: júní 2014

Molar um málfar og miðla 1495

  Molavin skrifaði (15.06.2014): „10 ávan­ar ham­ingju­samra para“ segir í fyrirsögn þess helgarmogga, sem ber hið þjóðlega nafn Monitor. Málkennd og orðabók segja manni að „ávani“ þýði „slæm venja.“ Í greininni er hins vegar fjallað um 10 hollar lífsvenjur, sem einkenni hamingjusamt fólk í sambúð.- Molaskrifari þakkar ábendinguna. Hefnt verður fyrir þá sem féllu, var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1494

Rafn vísar til fréttar á vef dv.is (13.06.2014) þar sem sagði : Stal bílnum og stakk hann lífshættulega. Hann spyr: Hvernig er farið að, þegar bíll er stunginn lífshættulega???Von er að spurt sé. Einhver fullorðinn á vaktinni hefur rekið augun í þetta, því fyrirsögnin var leiðrétt.   Enn kom það skýrt í ljós í gærkveldi (15.06.2014) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1493

Útvarpshlustandi sendi eftirfarandi (13.06.2014): ,,Í hádegisútvarpinu í dag var verið að ræða við einhvern framámann útihátíðarinnar „Kótelettan“ á Selfossi. Sá var að hvetja gesti til þess að mæta og talaði sérstaklega um tjaldstæði þeirra Selfyssinga. Þar erum við komin út í sveit, sagði maðurinn. Grænt grasið allt um kring og svo jarma beljurnar í hverju …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1492

  Molavin skrifaði: ,,Af  Netmogga 10.6.14: „… hafi maður­inn verið hand­tek­inn til að tryggja fram­kvæmd ákvörðun­ar­inn­ar um að senda hann til Ítal­íu. Fram­kvæmd­in hafi átt að eiga sér stað klukk­an 01.00…“ Þótt lögregla geti varla skrifað boðlega íslenzku lengur er engin ástæða fyrir fréttamenn að éta orðrétt upp það illskiljanlega stofnanamál, sem frá lögreglu kemur. Sérstaða …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1491

  Úr frétt á mbl.is (09.06.2014) um franskan hellakönnuð sem lokaðist inni í helli vegna grjóthruns: ,, Flókið og um­fangs­mikið gangna­kerfi hell­is­ins ger­ir aðgerðina mjög erfiða,”. Hér ætti að standa gangakerfi , ekki gangnakerfi. Göngur eru ekki í hellum. Úr sömu frétt:,, Stefnt er að því að koma upp grunn­búðir fyr­ir björg­un­ar­starfið á 300 metra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1490

Reyndir fréttamenn eiga ekki að rugla Evrópuráðinu (e.Council of Europe) inn í Evrópusambandið, ESB, eins og gert var í fréttum Ríkissjónvarps í gærkveldi (10.06.2014). Þar eru engin tengsl á milli. Ísland gerðist aðili að Evrópuráðinu 7. mars 1950. Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu, ESB. Í ESB er leiðtogaráð, (e. European Council) en í því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1489

Í auglýsingu á forsíðu Morgunblaðsins  (06.06.2014) auglýsti Flugfélag Íslands: FLJÚGÐU Á FESTIVAL með Flugfélagi Íslands. Þetta finnst Molaskrifara vera heldur vond auglýsing. Hér er hrært saman ensku og íslensku. Festival er ekki íslenska. Festival er enska og þýðir hátíð. Kannski er þannig komið fyrir þessu íslenska félagi, að menn gera þar ekki greinarmun á ensku …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1488

  Molavin skrifaði (05.06.2014): „Þar hafði verið brot­in rúða og stolið sjóðsvél. Málið í rann­sókn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.“ (Mbl-frétt 6.6.14) Fréttabörn hafa ekki fengið þjálfun í því að umorða fréttatilkynningar lögreglu. Það segir sig sjálft í frétt um innbrot í hús í Reykjavík hvaða deild lögreglunnar rannsakar málið. Fullkominn óþarfi og málalenging að tala um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1487

Það hefur alveg gleymst að segja dagskrárstjórum Ríkissjónvarpsins frá því að í dag (06.06.2014) eru sjötíu ár liðin frá innrásinni í Normandí. Innrásin var heimssögulegur atburður, vatnaskil í seinni heimsstyrjöldinni. Það er eins og enginn í hópi dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins viti neitt eða vilji neitt vita um söguna. En því betur eru menn að sér um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1486

  Ríkissjónvarpið minntist í gærkveldi (04.006.2014) morðanna á torgi hins himneska friðar í Peking fyrir aldarfjórðungi með því að sýna okkur heimildamynd um suður amerískar fegurðardrottningar. Það segir meira en mörg orð um dagskrárstjórnina og meðvitundina í Efstaleiti. Enginn veit í raun og veru hve marga friðsama mótmælendur kommunistastjórnin í Kína lét myrða með köldu …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts