Málglöggur hlustandi vakti athygli Molaskrifara á því að í fréttum Ríkisútvarps (28.07.2014) hefði verið tekið svo til orða að það bætti úr sök. Molaskrifari hnaut reyndar einnig um þetta orðalag. Hér hefur fréttaskrifari, að mati Molaskrifara, ruglað saman tveimur orðatiltækjum, sem því miður gerist nokkuð oft. Talað er um að eitthvað komi ekki að sök, …