Molar um málfar og miðla 946

Í  fréttatíma Stöðvar tvö (05.07.2012) var rætt við roskin bresk systkin sem höfðu  siglt út fyrir Vestfirði þar sem  faðir þeirra fórst með bresku herskipi í  heimsstyrjöldinni síðari.  Talað var um rússneska skipalest ,sem er  rangt. Þetta var skipalest bandamanna  á leið til Rússlands með hergögn og birgðir af ýmsu tagi. Sagt var  að  skip …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 945

Ómar Einarsson sendi eftirfarandi (04.07.2012): Af www.visir.is í dag: http://visir.is/likamar-thotuflugmannanna-fundnir/article/2012120709562 ,,Líkamar þotuflugmannanna fundnir. Líkamar? Væri ekki nær að tala um lík? Hér er um að ræða þýðingu úr ensku og viðkomandi er greinilega ekki með neina tilfinningu fyrir íslensku máli. Spurning hvort blaðamenn verði ekki að lágmarki að hafa tekið eitt námskeið í þýðingum?” Molaskrifari …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 944

Í Molum gærdagsins var minnst á samninga og gagnkvæmt traust milli stjórnmálamanna. Molaskrifari var um nokkurra ára skeið þingflokksformaður Alþýðuflokks (sakna hans) sem oft þurfti að semja um framgang og afgreiðslu mála við pólitíska andstæðinga og samherja. Í mínum flokki var þá stundum uppi það sjónarmið að enginn samningur væri ásættanlegur nema fallist væri á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 943

Það er skynsamlegt hjá Sjálfstæðismönnum að ætla í sumar að semja tillögur um stjórnarskrárbreytingar sem miða að því að afmarka og skýra valdsvið og verkefni forseta Íslands eins og Birgir Ármannsson alþingismaður greindi frá í fréttum Ríkissjónvarps í kvöld. (02.07.2012). Þetta er ekki aðeins skynsamlegt að gera, heldur bráðnauðsynlegt í ljósi margvíslegra ummæla Ólafs Ragnars …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 942

Lesandi sendi þessa frétt af pressunni (27.06.2012):” Í frétt á Pressunni segir að lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri og erlendri mynt eru Baa3 en P-3 fyrir skammtímaskuldbindingar. Einnig kemur fram að í febrúar hafi Fitch hækkað einkunnir ríkissjóðs fyrir skuldbindingar í erlendri mynt úr BB+/B í BBB-/F3. Ég játa það fúslega að ég hafði …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 941

Eftir hálftíma framlengingu og vítaspyrnukeppni (24.06.20129 hefði Ríkissjónvarpið átt að stytta eða helst af öllu sleppa innantómu fótboltafimbulfambi ,,sérfræðinganna” á sunnudagskvöld. Það var ekki gert. Fótbolti hefur algjöran forgang hjá þeim sem stýra dagskrá nauðungarsjónvarpsins í Efstaleiti . Áskell sendi eftirfarandi (24.06.2012): ,, Pressan sagði: „Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur, en hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 940

Dv.is vitnar í Andreu Ólafsdóttur forsetaframbjóðanda (23.06.2012) sem segir: ,,Ég er ekki að fara að vinna þessar kosningar – það er alveg ljóst.“-En hvers vegna vill hún þá halda áfram? „Ég vil bara taka þetta til enda …” Þetta hefði frambjóðandinn að skaðlausu mátt orða betur. Miklu betur. Málglöggur molalesandi segir í tölvubréfi (22.06.2012): „Það …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 939

  Anderson heldur tvo tónleika í Hörpu … , sagði fréttamaður Stöðvar tvö (20.06.2012). Orðið tónleikar er  fleirtöluorð. Þessvegna hefði átt að tala um tvenna tónleika, ekki tvo tónleika. Þetta er í rauninni  sáraeinfalt  en vefst engu að síður fyrir mörgum fréttaskrifurum.   Mikilvægt  er að farið sé rétt með orðtök. Í frétt frá Akureyri  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 938

Þeir misstu mann í meiðsli og það dró úr kreatívitetinu á miðjunni … hann er mjög kreatívur. Svona tala þeir stundum  (21.06.2012) sem úða speki og snilld á hlustendur úr stássstofu Ríkissjónvarpsins sem kölluð er EM stofa.   Molalesandi sendi eftirfarandi (20.06.2012): Nú er það þannig að ég heyri orðið mjög lítið og stóla því …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 937

Fótboltafíknir stjórendur í Efstaleiti misbeita valdi sínu gagnvart viðskiptavinum Ríkisútvarpsins. Í gær var endursýndur gamall fótboltaleikur, áfram skert fréttaþjónusta og ekkert Kastljós. Hve lengi á þetta að viðgangast? Hvað segir stjórn Ríkisútvarpsins? Hverju stjórnar stjórn Ríkisútvarpsins ohf ? Ekki stjórnendum þessa almannafyrirtækisins , – svo mikið er víst. Molalesandi þakkar fyrir Molana sem hann segist …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts