„Væntanlega liggur útskýringin í sögunni,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans,(visir.is 21.01.2011). Ritstjóri Seðlabankans er líklega ný staða í bankanum. Var hún kannski sett á laggirnar eftir að fyrrum seðlabankastjóri gerðist ritstjóri Morgunblaðsins ? Góður pistill um Sjóvárránið í fréttum Ríkissjónvarpsins (21.01.2011). Það er með ólíkindum að þjófarnir skuli enn ganga lausir. Ríkissjónvarpið gerði stofnfjáreigendadómum …