Monthly Archive: desember 2010

Molar um málfar og miðla 489

Ríkisútvarpið á áttræðisafmæli í dag, 20. desember. Það var merkur áfangi í þjóðlífinu, þegar  Ríkisútvarpið tók til starfa, en  einstaklingar höfðu þá  rekið útvarp um nokkurt skeið. Annar  merkur áfangi var  upphaf sjónvarps 30. september 1966. Margt hefur vel tekist hjá þessari þjóðarstofnun. Í fórum hennar eru ómetanleg verðmæti um  sögu og menningu þjóðarinnar. Ríkisútvarpið varðveitir mikilvægan  hluta menningararfs  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 488

 Í  fréttum af óveðrinu,sem gekk yfir landið (17.12.2010) var ágætlega orðað í Ríkisútvarpinu að björgunarsveitarmenn og lögreglumenn hefðu haft í mörg horn að líta og staðið í ströngu. Morgunblaðið sagði ágætlega í forsíðufyrirsögn: Óveður gerði víða usla. Hinsvegar  var það ekki vel orðað, þegar fréttamaður  Ríkisútvarpsins  sagði:  Áætlunarferðir sem lögðu af stað  frá  Reykjavík  til  Akureyrar… Ferðir leggja  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 487

Ekki sakar að geta þess  í aðdraganda jólanna  að orðið jól er  fleirtöluorð. Þessvegna  tölum  við ekki um þrjú jól, eins og  nýlega heyrðist í sjónvarpi. Við  tölum um þrenn jól, fern jól. Leppi er  fyrir annað augað, segir í myndatexta í Morgunblaðinu (18.12.2010). Ekki þekkir Molaskrifari orðið leppi í merkingunni leppur fyrir auga. Leppur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 486

Upp til hópa eru þingmenn bara svín bara svín við trog. Mokum öllu þessi ógeði á haugana , skrifar Jónas Kristjánsson  (16.12.2010). Gallinn við þessa hugmynd er sá að í staðinn kæmu að öllum líkindum önnur svín og ekki sjálfgefið að þau yrðu betri.  Bandaríkjamenn nota orðið pork (svínakjöt) um pólitíska kjósendagreiða, greiðslur  eða  störf og  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 485

Eitthvað munu Molaskrif strjálast um sinn   í aðdraganda jóla.  Jólin eru líklega hætt að ganga í garð. Heldur bresta þau á.  Svo tók sá  ágæti Egill Helgason til  orða í  lok Kiljunnar   (15.12.2010)  Sagði forsetinn ósatt? Úr Morgunblaðinu (11.12.2010): „Samskiptin voru þó ekki nánari en svo að Jóhanna frétti ekki af niðurstöðu forseta fyrr en hann kynnti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 484

Höskuldur Þráinsson, prófessor,  sendi  Molaskrifara á  dögunum  svolitla  ádrepu   í  athugasemdum við    færslu nr. 471 á  blog.is.  Molaskrifari  birtir  athugasemd Höskuldar hér þar sem fleiri  sjá hana en á  blog.is:   Mig langar að gera athugasemd við eftirfarandi athugasemd frá þér ( skrifar Höskuldur Þráinsson):  Kjörstaðir opna klukkan tíu, sagði fréttamaður Ríkisútvarpsins í hádegisfréttum (26.11.2010). Er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 483

Ríkissjónvarpið  stóð sig vel í gærkveldi (09.12.2010) við að koma  flóknu efni  skilmerkilega til skila í fréttum og  Kastljósi. Sannast  sagna  voru  frásagnir  af  norsku skýrslunni um Landsbankann   svo yfirgengilegar að það tekur venjulegt fólk  talsverðan tíma  að melta það  hvernig  bankabófarnir komust upp með bankaránið með blessun endurskoðendanna Price Waterhouse Coopers. Ótrúlegra en nokkur …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 482

Upplýsingarnar um  bókhaldsbrellur og bankarán  Glitnismanna,sem  fram komu í  fréttum  Ríkissjónvarps og Kastljósi (08.12.2010) voru svakalegar. Þeir Svavar Halldórsson og Helgi Seljan fá  prik fyrir sinn þátt í framsetningu málsins.  Þarna beraðist  ótrúlegt svindilbrask. Þarna  heyrðum við því lýst hvernig  banki var  rændur. Ekki með kúbeini eins og úrabúðin Leonard  í Kringlunni Heldur af hvítflibbakrimmum …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 481

 Heimildamyndin, sem Ríkissjónvarpið sýndi (06.12.2010) um  eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, var um margt ágæt. Skrítið var þó, að valið skyldi að sýna fréttainnslög frá Fox  sjónvarpsstöðinni bandarísku , sem ekki er þekkt fyrir áreiðanlega fréttaþjónustu. Nokkrir  hnökrar  voru í þulartexta og jafnvægi  skorti í hljóðblöndun, – bakgrunnshljóð  voru stundum nálægt því að yfirgnæfa þulinn.  Þessi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 480

Fréttamönnum Ríkisútvarps fannst það fréttnæmt, að sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi skyldi fylgjast með mönnum og málefnum og ekki síst stjórnmálahorfum og þróun á Íslandi. Það er hlutverk sendiráða að vera augu og eyru lands síns í gistiríkinu. „Afla upplýsinga“ sagði Jón Baldvin fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í Bandaríkjunum í Ríkisútvarpinu (06.12.2012)  Sendiherrar Íslands   sendu til …

Lesa meira »

Older posts «