Fréttamenn þurfa að gæta sín sérstaklega, þegar þeir nota forsetningar með staðanöfnum. Þær lúta ekki reglum eða rökum, heldur málvenju. Stundum eru fleiri kostir en einn í stöðunni. Listinn sem málfarsráðunautur (líklega sómamaðurinn Árni Böðvarsson) eitt sinn gerði, er greinilega ekki lengur í notkun á fréttastofunni. Kannski er hann týndur og tröllum gefinn. Vel má …