Auglýsingastofur, stórfyrirtæki og nokkur veitingahús hafa að undanförnu lagst á eitt að troða slettum inn í málið. Þessar slettur eru tax-free dagar (Þegar veittur er afsláttur ,sem nemur virðisaukaskattsprósentunni), outlet (einskonar verksmiðjuútsala) og bruns eða bröns(veglegur hádegisverður, oftast á laugardegi eða sunnudegi, blanda úr ensku orðunum breakfast og lunch). Þessir aðilar eru að vinna óþurftarverk …