Monthly Archive: október 2010

Molar um málfar og miðla 445

Stundum fara menn of langt í beygingum. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (30.10.2010) var  sagt  frá  frumflutningi nýfundinna verka eftir  Sveinbjörn Sveinbjörnsson, höfund þjóðsöngsins Ó,  Guðs vors lands. Þarna hefði fréttamaður átt að segja: Höfund þjóðsöngsins Ó, Guð  vors lands.  Sprengjan var ein tveggja, sem … var sagt í tíufréttum Ríkisútvarpsins (30.10.2010).  Rétt hefði verið að segja: …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 444

Í Fréttablaðinu (29.10.2010) segir: Guðni tók þessum ávirðingum óstinnt upp og kvaðst… Þarna  hefði verið rétt að segja: Guðni tók þessar ávirðingar óstinnt upp…  Málvenja er að   tala um að  taka  eitthvað óstinnt upp  ekki  að taka einhverju  óstinnt upp. . Það hefði hinsvegar mátt  segja að Guðni hefði tekið  þessum ávirðingum illa. … og  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 443

Úr frétt á mbl.is (27.10.2010): Þó eru nokkrir áhafnarmeðlimir sem völdu að sigla allt tímabilið.  Molaskrifara  finnst áhafnarmeðlimur vera orðskrípi. Þarna hefði auðvitað átt að tala um skipverja (ekki skipsverja eins og  skrifað var á skjá Ríkissjónvarpsins í tíufréttum). Skrítið er líka að tala um að sigla allt  tímabilið. Betra hefði verið að segja, – …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 442

Tapaði máli vegna Hólmsheiði ,segir í fyrirsögn á mbl.is (26.10.2010).  Hér átti  sá sem  fyrirsögnina  samdi  að beygja  örnefnið  Hólmsheiði og  hafa það í  eignarfalli: Tapaði máli vegna Hólmsheiðar.  Grunnskólavilla.      Béaður ársgrundvöllurinn var á sveimi í fréttatímum Ríkisútvarpsins (26.10.2010). Ársgrundvöllur er óþarft orð , miklu betra  er að  segja á ári , eða á einu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 441

Það  viðraði ekki vel til hátíðahalda á kvennafrídaginn, 25. október. Konur létu veðrið þó  ekki aftra sér  frá því að  flykkjast þúsundum saman á Lækjartorg og Arnarhól.  Kona, sem  rætt  var við í  fréttum Stöðvar tvö,  sagði að það væri mannskaðaveður. Svo var sem betur  fer ekki. Mannskaðaveður er  veður, sem veldur manntjóni.  Ágæt var …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 440

Dyr spennistöðvarinnar stóð opin, sagði fréttamaður  Stöðvar tvö , er hann las frétt um banaslys í  Lettlandi (23.102010) Fréttaþulur fór  hinsvegar rétt með þetta í inngangi. Dyrnar voru opnar.  Hvernig  væri að gera svolítið  meiri  kröfur  til þeirra sem  flytja okkur fréttir,  kröfur um sæmilega íslenskukunnáttu ? Í sumum fjölmiðlum var  talað um spennustöð, sem er ekki  í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 439

 Jafnan er fróðlegt að hlusta að rabb um daglegt mál í morgunþætti  Rásar eitt.  Í morgun (25.10.2010) spjölluðu umsjónarmaður (nú móðga ég konuna líklega) og  Aðalsteinn Davíðsson um notkun orðsins maður, sem  umsjónarmaður taldi gildishlaðið orð,sem ekki ætti að nota um konur. Aðalsteinn minnti réttilega á, að konur eru menn og vitnaði til orða  Vigdísar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 438

 Í fréttum Stöðvar tvö (20.10.2010) sagði fréttamaður: ….    en tæplega helmingur þess fjárhæðar var veittur að láni… Þeirrar fjárhæðar, –  að sjálfsögðu. Fréttamönnum,sem skrifa  svona texta á ekki að hleypa að hljóðnema,  nema  einhver sæmilegur íslenskumaður hafi  áður lesið textann.    Hingað eru að streyma fjórir milljarðar fjár, sagði Ásmundur  Einar Daðason stórfjárbóndi og  Alþingismaður í Kastljósi …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 437

 Útvarp Saga hefur um langt skeið  einbeitt sér að rangfærslum og óhróðri um íslensku utanríkisþjónustuna. Stjórnendur leggja sig í líma við að varpa rýrð á utanríkisþjónustuna og það fólk sem þar starfar. Það er bót í máli, að flestir sæmilega viti bornir hlustendur láta Sögubullið sem vind um eyru þjóta.  Það er verra og alvarlegra …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 436

Fréttir eiga  gefa lesendum/hlustendum/áhorfendum  rétta mynd af því ,sem um  er fjallað.  Í fréttayfirliti Stöðvar tvö (19.10.2010) var sagt:  Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar útilokar ekki að lánastofnanir geti  elt  skuldara út yfir gröf og  dauða. Þarna skolaðist eitthvað til. Þeir sem um þetta fjölluðu hafa  ekki skilið um hvað málið snerist. Í fréttinni kom svo fram, …

Lesa meira »

Older posts «