Það viðraði ekki vel til hátíðahalda á kvennafrídaginn, 25. október. Konur létu veðrið þó ekki aftra sér frá því að flykkjast þúsundum saman á Lækjartorg og Arnarhól. Kona, sem rætt var við í fréttum Stöðvar tvö, sagði að það væri mannskaðaveður. Svo var sem betur fer ekki. Mannskaðaveður er veður, sem veldur manntjóni. Ágæt var …