Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins (08.10.2010) var sagt: Það er enginn bilbugur í ykkur. Málvenja er að segja, að ekki sé bilbugur á einhverjum. Og er sannarlega engin ástæða til að breyta því. Bilbugur er „sveigja (á fylkingu), undanhald; undanlátssemi, hik; ótti (í bardaga)“ (Mergur málsins, dr. Jón G. Friðjónsson bls. 63) Í sama fréttatíma talaði fréttamaður …