Tapaði máli vegna Hólmsheiði ,segir í fyrirsögn á mbl.is (26.10.2010). Hér átti sá sem fyrirsögnina samdi að beygja örnefnið Hólmsheiði og hafa það í eignarfalli: Tapaði máli vegna Hólmsheiðar. Grunnskólavilla. Béaður ársgrundvöllurinn var á sveimi í fréttatímum Ríkisútvarpsins (26.10.2010). Ársgrundvöllur er óþarft orð , miklu betra er að segja á ári , eða á einu …