Í Fréttablaðinu (29.10.2010) segir: Guðni tók þessum ávirðingum óstinnt upp og kvaðst… Þarna hefði verið rétt að segja: Guðni tók þessar ávirðingar óstinnt upp… Málvenja er að tala um að taka eitthvað óstinnt upp ekki að taka einhverju óstinnt upp. . Það hefði hinsvegar mátt segja að Guðni hefði tekið þessum ávirðingum illa. … og …