Monthly Archive: janúar 2012

Molar um málfar og miðla 818

Molavin sendi eftirfarandi (18.01.2012): ,,Moggafrétt hefst svo: NN hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Alþjóðalausna hjá Valitor. Starfsemi Alþjóðalausna felst í að bjóða greiðslulausnir á alþjóðlegum vettvangi. Hér hefur Moggi skrúfað frá krana fréttatilkynninga. Ekki er þess getið í fréttinni hvaða fyrirbæri ,,alþjóðlausnir“ er; – var maðurinn ráðinn til þess að koma á heimsfriði? Eða á hann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 817

Af dv.is (16.01.2012): Laugardagskvöldið 7 janúar var afar slæm færð og mun bílstjórinn hafa verið á keðjur á dekkjum til þess að komast yfir. Af hverju skrifa menn svona? Einfalt hefði verið að segja: Bíllinn var á keðjum. Meira af dv.is sama dag: Meðfylgjandi myndband af eldsvoðanum sem vegfarandi náði hefur verið sett inn á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 816

Sjálfsagt var að sýna beint frá handboltaleik Íslands og Króatíu í gærkveldi (16.01.2012).Auðvitað. Engar deilur það. En þurfti Ríkissjónvarpið að leggja rúmlega fjórar klukkustundir undir handbolta í gær? Það getur á engan hátt talist eðlilegt þegar um er að ræða skylduáskrift að einni rás í Ríkissjónvarpi. Náðarsamlegast fengum við fjögurra mínútna fréttir klukkan 1900. Í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 815

Eins og Molaskrifari nefnir stundum á Mogginn það til að vera skemmtilegur, en stundum er það líklega óvart. Víkverji veltir fyrir sér hugsanlegum forsetaframbjóðendum (14.01.2012) og segir: Forréttindastéttirnar hafa til þessa haft sína talsmenn í æðsta embætti þjóðarinnar. Nú er röðin komin að okkur neytendum og því skorar Víkverji á Gísla (innskot – Tryggvason talsmann …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 814

Í fréttum Stöðvar tvö (12.01.2012) var sagt: … upptök hans (jarðskjálftans) urðu við borgina … Upptök jarðskjálftans urðu ekki. Þau voru við borgina … Fréttamaður Ríkissjónvarps sagði í kvöldfréttum (12.ö1.2012) :… helmingur deildarinnar lokar. Hverju ætlar helmingur deildarinnar að loka? Það kom ekki fram. Skárra hefði verið að segja: Helmingi deildarinnar verður lokað. Dálítið undarlegt …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 813

Þessi ágæta sending barst frá Molavin í byrjun vikunnar (10.01.2012): ,,Sennilega fer lítið fyrir tilsögn inni á ritstjórnum íslenzkra fjölmiðla um þessar mundir. Til starfa kemur nú kynslóð, sem hefur ekki vanizt því svo mjög að lúta tilsögn en hefur önnur verkfæri í farteski sínu; Netið og Google. Við bætist svo metnaðarleysi þeirra ráðamanna, sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 812

Einar Kr. sendi eftirfarandi (10.01.2012): ,,Á dv.is (9.1.2012) er í fréttinni „Bankamaður örmagnast“ fjallað um að stjórnarformaður Lloyds bankans hafi snúið til vinnu eftir að hafa örmagnast í fyrra. Vísað er til fréttaveitunnar Reuters, en þar kemur reyndar fram að hann hafi verið tvo mánuði frá störfum, leiðinda ónákvæmni blaðamanns. Reuters segir manninn reyndar vera …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 811

Of algengt er að heyra orðalagið bílvelta varð sem notað var í sjöfréttum Ríkisútvarpsins (09.01.2012). Þar var sagt bílvelta varð í Skíðaskálabrekkunni (oft nefnd Hveradalabrekka) í stað þess að segja bíll valt í Skíðaskálabrekkunni. Þetta með bílveltuna sem varð var reyndar endurtekið í fréttum Ríkissjónvarpsins um kvöldið. Í sama fréttatíma um morguninn var talað um …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 810

Molavin sendi eftirfarandi (08.01.2012): ,,Fótbolti.net er, eins og nafnið gefur til kynna, fréttasíða um knattspyrnu á Netinu. Hráþýðingar úr ensku einkenna fréttir síðunnar, eins og t.d. þetta upphaf fréttar rétt í þessu: ,,…var í gærnótt handtekinn, grunaður um að hafa kýlt fyrrverandi kærustu sína eftir rifrildi á næturklúbbi. Þessi 27 ára vængmaður var staðsettur á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 809

Það var gott hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins þegar birt voru brot úr ræðum fyrri forseta, Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finnabogadóttur þar sem þau sögðu skýrt og skorinort þannig að engin leið var að misskilja eitt eða neitt að þau ætluðu ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Fréttamaður Ríkissjónvarps gerði enn eina tilraun …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts