Monthly Archive: apríl 2012

Molar um málfar og miðla 879

Hlé verður á Molaskrifum yfir páskana.  Með leyfi höfundar birtir Molaskrifari hér ljóð eftir skólasystur sína ágæta, Sigurlaugu Ó. Guðmundsdóttur. Við áttum samleið frá því í Austurbæjarbarnaskólanum haustið 1946  til stúdentsprófs frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959. Sigurlaug er gott ljóðskáld og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur.  Þessu ljóði hennar  fylgir páskakveðja til  Molalesenda.   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 878

Á nýrri ættfræðisíðu Morgunblaðsins er jafnan tvídálkur sem heitir Merkir Íslendingar. Miðvikudaginn 4. apríl var þar sagt frá Sigurði Guðbrandssyni, mjólkurbússtjóra í Borgarnesi, merkum manni og mætum. Um Sigurð segir: En þó Sigurður væri framsóknarmaður hugsaði hann um gæði framleiðslunnar og hag neytenda. Framsóknarmönnum er sem sé ekki alls varnað! Molaskrifari finnur sig eiginlega knúinn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 877

Ótrúlega margir Íslendingar eru haldnir vanmetakennd gagnvart útlöndum og útlendingum. Í Landanum á sunnudagskvöld (01.04.2012) sagði sveitarstjórinn á Grenivík, að ef við gengjum í ESB fengjum við svo fáa fulltrúa í Brussel að rödd okkar yrði hjáróma. Ekki yrði tekið mark á okkur. Molaskrifari hefur svolitla reynslu af alþjóðasamstarfi. Reynsla hans er sú að rödd …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 876

M.R. hefur sigrað keppnina sautján sinnum, var sagt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins (31.03.2012). Það er erfitt að hafa þetta rétt enda mjög flókið. Það sigrar enginn keppni. Í Tungutakspistlunum í Sunnudagsmogga er ekki lengur fjallað um íslenska tungu, daglegt mál og málnotkun. Þar fjalla höfundar nú einkum um pólitísk hugðarefni sín af ýmsu tagi. Ekki verður …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 875

Undarleg umfjöllun um skóframleiðslu var í morgunþætti Rásar tvö (30.03.2012). Tók við af vikulegum slettu- og ambögupistli frá Los Angelees eða ellei eins og sagt var upp á ensku. Í skópistlinum var gefið í skyn að skór væru helst framleiddir í einskonar þrælabúðum og við skókaup ætti fólk að huga að uppruna skónna og meðferð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 874

Sjálfstæðisflokkurinn fékk það sem kalla mætti mjúka meðhöndlun í fréttum Ríkissjónvarps af Alþingi á miðvikudagskvöld (28.03.2012) Þar var gert að aðalatriði að sjávarútvegsráðherra hefði verið erlendis og þessvegna hefði menntamálaráðherra mælt fyrir kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Frétt en ekki aðalfrétt. Lítið var hinsvegar gert með upphlaup þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins nóttina áður, sem vissulega var miklu meiri frétt en …

Lesa meira »

» Newer posts