Hefur Ríkissjónvarpið sýnt okkur fréttaskýringaþætti um forsetakosningarnar í Frakklandi? Ekki minnist Molaskrifari þess. Fréttaskýringar af erlendum vettvangi og heimildamyndir eiga ekki upp á pallborðið hjá Ríkissjónvarpinu. Það er miður. Skiljanlega hafa listamenn á Akureyri brugðist illa við kjánaskap forstöðumanna Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri þegar plastmál með varalit var keypt á 105 þúsund krónur. Það var …
Monthly Archive: apríl 2012
Molar um málfar og miðla 888
Þau vinnubrögð fréttastofu Ríkisútvarpsins að skýra frá flugóhappi á Reykjavíkurflugvelli (18.04.2012) og tilgreina tegund flugvélarinnar, áður en vitað var hve margir voru um borð í flugvélinni eða hvort alvarleg slys hefðu orðið á fólki, orka mjög tvímælis, að ekki sé meira sagt. Það var ekki fyrr en í lok fréttatímans að fram kom að tveir …
Molar um málfar og miðla 887
Gaman var að horfa á vandaða samantekt Andrésar Indriðasonar um Sigfús Halldórsson í Ríkissjónvarpinu (15.05.2012). Lögin hans Sigfúsar eru perlur og hann gaf þjóðinni perlufesti, – langa. Molaskrifara þykir líklegt af því sem hann þekkir til að flestar eldri upptökurnar sem við sáum í þættinum séu úr þáttum sem öðlingurinn Tage Ammendrup sem starfaði hjá …
Molar um málfar og miðla 886
Molaskrifari hefur átt þess kost að heimsækja Norður-Kóreu tvisvar sinnum. Það var afar fróðlegt en engar voru það skemmtiferðir. Þessvegna m.a. hefur hann reynt að fylgjast með þróun mála þar í landi að undanförnu og lesið sér til um landið. Skrifari hefur að undanförnu velt því fyrir sér hvað væri hægt að metta marga munna …
Molar um málfar og miðla 885
Einar sendi Molum eftirfarandi: „Hér er undirfyrirsögn úr netútgáfu Viðskiptablaðsins 13.4.12: „Kostnaðarsöm tilraunir ráðamanna í Norður-Kóreu fóru út um þúfur í nótt. Henni var ætlað að tryggja ímynd leiðtoga landsins.“ Getur ruglingur á eintölu og fleirtölu orðið öllu verri? Rétt væri að segja annað hvort „kostnaðarsöm tilraun ráðamanna fór út um þúfur“ o.s.frv., eða „kostnaðarsamar …
Molar um málfar og miðla 884
Þorskárgangurinn frá því fyrra er sá feitasti og fjölmennasti .. var sagt í upphafi frétta Stöðvar tvö á fimmtudagskvöld (12.04.2012) . Það er nokkur nýlunda að gera þorskinn , þótt góður sé, mennskan með þessum hætti. Í fréttinni var hinsvegar réttilega talað um árgangurinn væri stór, en ekki að hann væri fjölmennur ! Fengu …
Molar um málfar og miðla 883
Í fréttum Stöðvar tvö (11.04.2012) var hvað, eftir annað talað um Ísland sem heitasta staðinn í Evrópu. Hvorki var átt við lofthita né jarðhita. Heldur að Ísland væri efst á vinsældalista ferðamanna. Fjölmiðlamönnum er að takast að troða þessari ensku hugsun inn í íslenskan málheim, að allt sem er vinsælt eða eftirsótt sé heitt. Íslensk …
Molar um málfar og miðla 882
Fimmtán ára unglingar geta halað inn rétt rúmar tuttugu þúsund krónur í Vinnuskóla Reykjavíkur, sagði umsjónarmaður kvöldfrétta í sexfréttum Ríkisútvarpsins (10.04.2012). Varla það getur það verið í samræmi við málstefnu Ríkisútvarpsins að nota slanguryrðin að hala inn um það að vinna sér inn peninga. Þetta er ekki boðlegt málfar í fréttum Ríkisútvarpsins. Enn og aftur …
Molar um málfar og miðla 881
Ljóð Günter Grass um Ísrael vekur umdeilu, sagði í fyrirsögn á dv.is (07.04.2012). Hér hefði verið betra að segja: Ljóð Günters Grass um Ísrael vekur deilur, – er umdeilt. Íslenska neftóbakið hefur verið framleitt á undantekningu, var sagt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (07.04.2012). Hefði málvenju verið fylgt hefði verið sagt: Íslenska neftóbabakið hefur verið framleitt á …
Molar um málfar og miðla 880
Margt var gott í dagskrá Ríkissjónvarps um páskana. Það var til dæmis reglulega gaman að endurnýja kynnin við kvikmyndina 79 af stöðinni (1962). Hún ber aldurinn miklu betur en ég átti von á. Skemmtilegast er þó að Þau Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld skuli enn vera á fjölunum hálfri öld síðar og enn að leika …