Monthly Archive: júlí 2014

Molar um málfar og miðla 1512

  K.Þ. benti á eftirfarandi úr Viðskiptablaðinu (06.07.2014): Kennörum skortir sjálfum þekkingu og hæfni til að kenna fjármálalæsi. Fjármálalæsi unglinga í íslenskum grunnskólum er lítið og þeir hafa litla verðvitund. Það bitnar á getu þeirra til að taka skynsamar ákvarðanir um fjármál þegar þeir eldast. Þetta er meðal niðurstaðna í lokaverkefni Klöru Guðbrandsdóttur við viðskiptadeild …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1511

Af dv.is (04.07.2014): ,,Mál Justin Ross Harris, föðurs sem ákærður hefur verið fyrir að myrða 22 mánaða gamlan son sinn, verður sífellt undarlegra en svo virðist sem ….”. Í barnaskóla lærðu nemendur forðum meðal annars að beygja orðin faðir, móðir, systir og bróðir. Nú er það væntanlega kennt í öllum grunnskólum. Sá sem skrifaði þetta …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1510

Í hádegisfréttum Ríkisútvarps (04.07.2014) var ítrekað talað um álver Reyðarfjarðar. Heitir álverið ekki Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði? Minnir það.   Í tíufréttum Ríkissjónvarps á fimmtudagskvöld (03.07.2014) var talað um hluta flaks skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, sem enn væri undir vatni. Betra hefði verið að segja, – … sem enn væri undir sjólínu, eða sem enn …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1509

Útvarpsstjóri Útvarps Sögu bauð hlustendum (02.07.2014) í auglýsingu frá Laxdal að versla merkjavöru á góðu verði. Hvað þarf fólk að starfa lengi við fjölmiðlun til að læra þá einföldu reglu að fólk verslar ekki vörur? Fólk kaupir vörur.   Úr frétt á mbl.is (02.07.2014): Hæstirétt­ur ógilti dóm­inn í fyrra og vísaði mál­inu aft­ur til und­ir­rétts. …

Lesa meira »

Að rífa fólk upp með rótum

  Í tilefni af Fiskistofuumræðunni og  furðulegum og vanhugsuðum ummælum   sjávarútvegsráðherrans  varð mér  hugsað aftur í tímann. Þegar ég var kosinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn í Vesturlandskjördæmi 1978 var ég  fljótt spurður: Ætlarðu ekki að flytja í kjördæmið?  Ég spurði á móti: Hvert? Á Akranes, í Borgarnes, í Stykkishólm, í Grundarfjörð í Ólafsvík , á …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1508

Í DV (0.1-03.07.2014) var smáfrétt um ábyrgð flugfélaga þegar farangur farþega skilar sér ekki. Þar segir:.. Ef að (svo!) taskan finnst ekki innan þriggja vikna er hún formlega ,,týnd” en á meðan er flugfélagið skuldbundið til að sjá farþegum fyrir nauðsynjavöru svo sem salernisvöru, nærfötum og öðrum nauðsynjum sem kunna að vera í töskunni.” Sjá …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1507

Í kvöldfréttum Ríkisútvarps á sunnudag (29.06.2014) var sagt: Tildrög slyssins eru  óljós samkvæmt lögreglu. Molaskrifara finnst það ekki gott orðalag, þegar eitthvað er sagt vera svona og svona samkvæmt lögreglu. Einhver á fréttastofunni er á sama máli, því seinna var þessu breytt og sagt, að sögn lögreglu, sem er miklu betra.   Fólkið gat gengið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 1506

  Úr frétt á mbl.is (27.06.2014): ,,Hann er 19 ára og hann ætl­ar að verða yngsti flugmaður­inn til að fljúga einn í kring­um heim­inn.”. Skyldi fréttabarn þarna hafa notið aðstoðar þýðingarvélar Google? Það skyldi þó ekki vera. Fljúga einn í kringum heiminn. Ef til vill hefur staðið á ensku: fly alone around the world. Þessi …

Lesa meira »

» Newer posts