Monthly Archive: janúar 2011

Molar um málfar og miðla 508

Ósköp er það hallærislegt, þegar  Stöð tvö sýnir hálfan handboltaleik (20.001.2011) í opinni  útsendingu, en svo kemur lok, lok og læs í hálfleik. Miklu skárra  að  loka á allan leikinn. Sýna hann allan læstan eins og  Stöð tvö hefur   fullan  rétt til.   En þegar maður les það sem Anna Kristine Magnúsdóttir skrifar um framkomu  Stöðvar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 507

Auglýsingabæklingur frá nýrri verslun,sem  kallar sig DOMTI (líklega  útibú frá erlendri verslanakeðju)  kom  með dagblöðunum  til  Molaskrifara í morgun (19.01.2011). Þar  stendur   á  forsíðu:  Þín innkaup á einstöku verði.  Það er eins og  maður, sem ekki er mæltur á íslensku, hafi samið þetta. En því miður er svona eða svipað orðalag  ekkert einsdæmi. Brengluð orðaröð …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 506

    Úr  mbl.is  (18.01.2011) … í máli ákæruvaldsins á hendur níu einstaklingum sem m.a. gefið að sök árás á Alþingi 8. desember 2008.  Ekki er þetta nú  alveg í  lagi. Betra  hefði  verið að segja að þessum  einstaklingum væri gefið að  sök að hafa ráðist að,  eða á, Alþingi. Meira úr  mbl.is (18.01.2011): Ökumaður missti …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 505

 300 tonna byggðakvóti fýsir, segir í  fyrirsögn á mbl.is (18.01.2011). Molaskrifari þykist  vita, að átt sé við, að 300 tonna byggðakvóti   freisti eða sé freistandi, en aldrei  hefur hann   heyrt eða séð  sögnina að fýsa  notaða með þessum hætti. Algengast er: Mig  fýsir, – mig  langar.   Orðið tafarlaust kom  fyrir í  frétt í Ríkissjónvarpinu …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 504

 Enginn má  við mörgum, heitir þáttur sem Ríkisútvarpið sýndi  á laugardagskvöldið var                   (15.01.2011).  Orðtakið  er: Enginn má  við margnum  og  Ríkisútvarpið á ekkert með að  breyta því.  Úr fréttum Ríkisútvarps (15.01.2011  )….   tíu mínútum síðar barst  tilkynning um annað slys, ótengdu hinu fyrra.  Ekki var þetta vel að orði komist.  Úr mbl.is (15.01.2011): Raunar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 503

Yfirdrifið af snjó í Hlíðarfjalli, segir í  fjögurra dálka fyrirsögn á  baksíðu Morgunblaðsins                      (14.011.2011)  Molaskrifari er á því að betri fyrirsögn hefði verið: Nægur snjór í Hlíðarfjalli. … voru síðan dæmdir í gæsluvarðhald til 25. og 21. janúar næst komandi… Af pressan.is (14.01.2011).  Það er ekki svo, að menn séu dæmdir í gæsluvarðhald. Kveðinn er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 502

Jafnmikið regnvatn féll til jarðar… var sagt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins (13.01.2011). Betra hefði verið að segja: Jafnmikið rigndi.. eða, úrkoma var jafnmikil og …  Þetta með regnvatnið var svo endurtekið í  sjöfréttum Ríkissjónvarpsins, enda  er um að gera gjörnýta góðar setningar. „Regnið þungt   til foldar fellur, fyrir utan  gluggann minn“, segir í alkunnum fyrriparti.   Fréttamaður   …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 501

 Þeir eru engir  aukvisar okkar menn í  Landhelgisgæslunni. Það sást vel,  þegar  gæsluþyrla sótti   sjómann um borð í erlent flutningaskip  hálfs annars  tíma flug  undan  Reykjanesi í vondu veðri og stórsjó. Frábærar myndir í  fréttum Ríkissjónvarpsins (13,01.2011) Það er okkur til háborinnar skammar, að  Landhelgisgæslan  skuli ekki  geta verið með   nægan þyrlukost til  björgunarstarfa vegna …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 500

Athyglisverð ummæli voru á  forsíðu Fréttablaðsins á þriðjudag (11.01.2011). Þar var frá því að sagt, að tveir  listamenn, leikstjóri og leikari, Benedikt Erlingsson og Ólafur Egilsson,   ætluðu að gera  sjónvarpsþætti,  sjö þátta flokk, byggðan á Íslandsklukkunni. Þættirnir verða  boðnir  Stöð tvö. Benedikt  segir orðrétt við Fréttablaðið: „Við ætlum að sýna þættina á sjónvarpsstöð, sem sýnir leikið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 499

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (11.01.2011) las þulur án þess að hika: Kaup Kínverja hefur engin  áhrif á …  Orðið kaup er  hér fleirtöluorð og þess vegna hefði þulur átt að segja: Kaup Kínverja  hafa engin áhrif á ….Verð á 95 oktan bensíni kostar nú … las  þulur  sömuleiðis án þess að hiksta í sexfréttum Ríkisútvarpsins (10.01.2011). Verð kostar …

Lesa meira »

Older posts «

» Newer posts