Monthly Archive: janúar 2011

Molar um málfar og miðla 498

Molaskrifari velti  svolítið  fyrir sér  orðunum fjölnota íþróttahús og  komst að þeirri niðurstöðu  að nóg væri   að tala um íþróttahús. Sleppa mætti orðinu  fjölnota. Ekki er þetta   stórmál. En Molaskrifara fannst taka í hnúkana, þegar hann í hádegisútvarpi Ríkisútvarpsins heyrði fréttamann  segja: Yfirbyggð fjölnota íþróttahús hafa risið í nokkrum sveitarfélögum á undanförnum árum.?  Yfirbyggð fjölnota íþróttahús ? Eru …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 497

 Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,  er stórkostleg söngkona,  –  og manneskja. Þáttur  Jónasar Sen um  hana í Ríkissjónvarpinu var  prýðilegur og lofar góðu um þá sjö þætti í þessari þáttaröð,  Átta raddir, sem við eigum eftir að sjá og heyra.  Það var rétt, sem Margrét  Bóasdóttir sagði, að  Sjónvarpið gerði mikið  fyrir  sönglistina á sínum fyrstu árum.  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 496

Ólafur Egilsson, sendiherra,  er áhugamaður um íslenska tungu. Hann sendi Molum  eftirfarandi línur: „Mér kemur í hug að bera undir þig hvað þér finnist um nokkur orð og orðasambönd sem títt eru notuð í fjölmiðlunum en hljóma heldur klúðurslega:    1. óásættanlegt – sérhljóðarnir tveir í upphafi valda því að orðið lætur stirðlega í munni og …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 495

…. á því hafi orðið engin breyting, sagði fréttamaður  Ríkisútvarps í sexfréttum (06.01.2011). Varla  getur  þetta orðalag  talist til fyrirmyndar. Betra hefði verið að  segja: Það hafi ekki breyst , eða á því hafi ekki orðið breyting.  Innanríkisráðherra talaði í kansellístíl í fréttum Stöðvar tvö (06.01.2011), þegar hann talaði um að búa til  sjálfbærrar einingar …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 494

 Skrítnar eru  fyrirsagnir  á  fréttavef  Ríkisútvarpsins. Þar segir  til  dæmis :  Sólheimar til sátta. Í fréttinni  kemur fram að    deiluaðilar hafi orðið sammála um að vísa   Sólheimadeilunni til   sáttasemjara ríkisins. Ríkisútvarpið  kallar  þann ágæta embættismann  sem sagt sátta.   Önnur fyrirsögn og ekki betri  er á frétt um vafasama ( að ekki sé meira sagt) fjármálagjörninga í gamla Landsbankanum   dagana …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 493

Í fréttatíma Stöðvar tvö (05.01.2011) var sagt frá verðbreytingum á  bílum, – verðlækkun á lúxusjeppum. Þá  spara ég mest á  að  versla Porsche-inn,  sagði   fréttamaður. Versla  Porsche-inn !Hvílíkt endemisbull. Kaupa  Porsche-inn átti hann við.   Í sexfréttum Ríkisútvarps var    sagt frá lýsingu í Hvalfjarðargöngunum. Fréttamaður  sagði um lýsinguna: …  þó þurfi að bæta úr henni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 492

Orðið jarðlest ,sem nú er oft  notað  um farartækin sem einu sinni voru kölluð neðanjarðarlestir, er fínt  orð.  Kemur  í stað orðs sem var bæði langt og óþjált. Jarðlestarstöð er hundrað sinnum betra en neðanjarðarlestarstöð. Gaman væri að vita hvaða orðhagi maður  bjó  til orðið  jarðlest.         Rétt er að vekja  athygli þeirra sem  semja  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 490

Fjarskiptafyrirtækið Síminn hefur ekki mikið álit á eldri kynslóðinni, öfum og ömmum. í auglýsingu frá Símanum eru auglýstar ýmsar gerðir   símtækja: Allt  frá afasímum til snjallsíma. Merkingin er: Allt frá hinu sára einfalda til hins flókna og fullkomna.  Snjallsímar eru  sem sagt ekki  fyrir  afa. Þeir ráða  líklega ekki við að nota þá.  Neðst í auglýsingunni …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 491

Molaskrifari óskar lesendum gleðilegs   og  gæfuríks árs og þakkar   ánægjuleg samskipti á liðnu ári.      Þótt ekki hafi verið skrifaðir Molar frá því fyrir  jól, er ekki þar með sagt að skrifari hafi hætt að lesa eða hlusta! Verður því hér á  næstunni  vikið að ýmsu sem  fyrir augu   og eyru bar í  kring um …

Lesa meira »

» Newer posts