Allt ætlaði um koll að keyra í bókstaflegri merkingu , sagði íþróttafréttamaður í Ríkissjónvarpinu (17.11.2010). Þetta fannst Molaskrifara einkennilegt orðalag. Af hverju í bókstaflegri merkingu ? Nægt hefði að segja að allt hefði ætlað um koll að keyra. Í sjónvarpsauglýsingu er talað um bestu gæði. Það þýðir að gæði séu góð en slíkt orðalag er …
Monthly Archive: nóvember 2010
Molar um málfar og miðla 463
Fréttamenn þurfa að gæta sín sérstaklega, þegar þeir nota forsetningar með staðanöfnum. Þær lúta ekki reglum eða rökum, heldur málvenju. Stundum eru fleiri kostir en einn í stöðunni. Listinn sem málfarsráðunautur (líklega sómamaðurinn Árni Böðvarsson) eitt sinn gerði, er greinilega ekki lengur í notkun á fréttastofunni. Kannski er hann týndur og tröllum gefinn. Vel má …
Molar um málfar og miðla 462
Það var að verðleikum að Vigdís Finnbogadóttir skyldi hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Innilega til hamingju, Vigdís. Í morgunútvarpi beggja rása Ríkisútvarpsins er sagt frá helstu fyrirsögnun dagblaðanna. Umsjónarmenn Rásar tvö sáu enga ástæðu til að segja frá verðlaununum ,sem Vigdísi voru veitt(17.11.2010). Líklega utan þeirra áhugasviðs. Í fréttum Stöðvar tvö …
Molar um málfar og miðla 461
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar , 16. nóvember , hefur verið valinn Dagur íslenskrar tungu. Fer vel á því. Vitnað er til orða Helga Hálfdanarsonar í tilefni dagsins: „Í vitund Íslendinga er nafnið Jónas Hallgrímsson samgróið öllu sem íslenzkt er, landinu, sögunni, tungunni, eðli og einkennum íslenzkrar náttúru, heitum grasa og dýra. Hraundrangi, Hekla,Kolbeinsey, Réttarvatn, jökull, berjalaut, …
Molar um málfar og miðla 460
Margt var einkennilegt í frétt dv.is (13.11.2010) um fannfergið í Eyjafirði. Dæmi: Þar hafa bændurnir þurft í daga að moka kindur sínar úr snjó sem nú nær yfir hné í sveitinni. Annað dæmi: Já, það fóru þrjá kindur hjá okkur undir snjó. Það fenndi hreinlega yfir þær en þær voru á lífi þegar við fundum …
Molar um málfar og miðla 459
Útsvar Ríkissjónvarpsins stendur jafnan fyrir sínu. Það er sá þáttur,sem Molaskrifari síst vill missa af. Spurningaþættir virkja áhorfendur til þátttöku, til að hugsa. Sigmar og Þóra gera þetta svo vel , að aðrir mundu þar ekki betur gera. Kastljósið er hinsvegar að koðna niður í heldur ómerkilegan auglýsingaþátt (Bók Jónínu Benediktsdóttur,tónleikar og plötuútgáfa Sálarinnar hans Jóns míns, …
Molar um málfar og miðla 458
Hvað gerðist fyrir fjölskylduna mína? Þetta var letrað á skjá Ríkissjónvarpsins (11.11.2010) í kynningu á dagskrá. Annað gullkorn,sem kom á skjáinn í dagskrárkynningu (12.11.2010) : Hvernig á fólki að vera óhult? Þarna er ruglað saman Hvernig á fólki að vera óhætt og hvernig á fólk að vera óhult ? Líklega þarf að ráða fleiri málfarsráðunauta. …
Molar um málfar og miðla 457
Kastljós Ríkissjónvarpsins fór niður í flórinn í viðtalinu við Jónínu Benediktsdóttur (11.11.2010) Gaf henni margra milljóna króna ókeypis auglýsingu kvöldið áður en bók hennar kemur út. Hvað kemur þjóðinni karlafar þessarar konu við? Ekki baun. Það setti að manni ógleði í tvennum skilningi við að horfa á Ríkissjónvarpið leggjast svona lágt. Í tíufréttum Ríkissjónvarps (10.11.2010) …
Molar um málfar og miðla 456
Í myndatexta í bókarauglýsingu (Morgunblaðið 10.11.2010) stendur: Beitt á lóðir. Myndin er af manni að beita línu. Vel má vera að málvenja sé einhversstaðar á landinu að taka svona til orða. Molaskrifari er vanur að heyra talað um að beita lóð eða beita línu. Ef til vill mætti segja að fé væri beitt á lóðir …
Molar um málfar og miðla 455
Fasteignaauglýsingar geta verið skemmtilegar. Þessi er úr Fréttablaðinu (10.11.2010): Vel skipulögð 128.0 fm efri sérhæð auk 26.0 fm bílskúrs með tvennum svölum til suðurs. Þetta hlýtur að rokseljast. Hver vill ekki eiga bílskúr með tvennum svölum til suðurs? Í þremur eða fjórum fréttatímum Ríkisútvarpsins (10.11.2010) var talað um mann sem féll fram af svölum íbúðarhúsnæðis. Það …