Monthly Archive: nóvember 2010

Molar um málfar og miðla 454

Stundum er eins og  blaðamenn haldi að  fyrsta orð í frétt  verði að vera í nefnifalli. Úr dv.is               (08.11.2010) Viðskiptavinur Subway í Ártúnshöfða var neitað um vatn eftir að hafa keypt tvo báta á staðnum. Einhverjum er neitað um eitthvað. Þessvegna  átti setningin að byrja  svona:  Viðskiptavini Subway var neitað um…  Í sama  miðl  er …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 453

Úr mbl. is (07.11.2010) Hvalur hefur flutt út 631 tonn af fullverkuðum langreyði til Japans í ár. Hér hefur eitthvað skolast til hjá þeim sem skrifaði því  hvalaheitið langreyður er kvenkyns orð. Hér hefði því átt átt að standa: …  af  fullverkaðri  langreyði.  Úr dv.is (07.11.2010): Hann segist vera orðinn langþreyttur á því meinta ofbeldi sem …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 452

Oft eru hæpnar fullyrðingar í auglýsingum. Í  auglýsingu í Útvarpi Sögu segir, að  niðursoðin þorsklifur lækki  blóðsykur. Hvað segir  landlæknir? Er þetta rétt? Eða  er verið að blekkja fólk ?  Í  þessari útvarpsstöð úir og grúir af hæpnum fullyrðingum um svokölluð  fæðubótarefni, sem stundum reynast mesta ólyfjan.  Í sama  miðli  er talað um hátíðarmat í …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 451

Er að –    fárið  breiðist út. Meistaranemi við Háskólann  á Akureyri,  sem svaraði spurningum í morgunþætti  Rásar  eitt (04.11.2010) var illa haldinn af þessari óværu. Nokkur  dæmi:  Það fyrsta sem ég er að sjá,… Við erum að standa nokkuð vel  miðað við hin Norðurlöndin Í stað þess  að segja : … börnunum líður  vel…  börnunum líður betur,  …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 450

Það er óbreytt  menningarleg reisn yfir  dagskrá  Ríkissjónvarpsins.  Frá klukkan 20 00 á  fimmtudagskvöldi (04.11.2010) til klukkan 23 05 var okkur áhorfendum boðið upp á  fjórar bandarískar þáttaraðir í beit. Þá  tók við endursýndur  norskur þáttur. Þetta er ótrúlegt,  – en satt. Komu upp um leynileg göng, segir í fyrirsögn á mbl.is (04.11.2010). Hér hefði verið …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 449

Úr visir.is (02.11.2010)  Ekki er um eiginlega fjársöfnun að ræða, heldur samskot sem voru tekin einu sinni. Á íslensku er ekki  talað um að taka  samskot. Eðlilegra er að tala um að  efna til samskota, þegar fé  er safnað handa einhverjum sem er fjár vant.  Nú erum við að tala saman, sagði fréttamaður Stöðvar tvö (02.11.2010) …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 448

Til varnar útrásarvíkinga, segir í millifyrirsögn á dv.is (02.11.2010).  Þarna hefði átt að segja: Til varnar útrásarvíkingum. Himinn og haf er milli frásagna Morgunblaðsins og  DV (03.11.2010) af manninum,sem bera átti út á Laufásvegi í gær.  Kjarninn í frásögn Morgunblaðsins er að bankinn hafi verið vondur við manninn. Ekkert  er nefnt  hve mikið hann skuldaði. …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 447

Um  helgina heyrði Molaskrifari  í útvarpi talað um að brýna  sög.  Nú er Molaskrifari ekki sérfróður um málfar á þessu sviði  frekar en öðrum, en hann hefur  ævinlega heyrt   talað um að skerpa sög, þegar sög er farin að bíta illa. Má vera  að hér  sé málvenja mismunandi eftir landshlutum og  auðvitað er  ekkert rangt við …

Lesa meira »

Molar um málfar og miðla 446

Bók Arnaldar beðið með eftirvæntingu,segir í fyrirsögn á visir is (31.10.2010). Bók er ekki beðið. Bókar er  beðið.  Líklega hefur  sá sem samdi fyrirsögnina verið hræddur við að skrifa: Bókar Arnaldar beðið með eftirvæntingu. Þessu var svo breytt í rétt horf er leið á daginn.  Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins (31.10.2010) var í fréttayfirliti talað um staðráðna  …

Lesa meira »

» Newer posts